Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 55
forstöðu. Berklavarnastöðvum hefir verið komið upp á
ýmsum stöðum, en náin samvinna milli yfirlæknisins og'
hjeraðslæknanna. — Ýmsir óvæntir hlutir koma fyrir í
þessu mikla starfi, einkum þegar leitaðir eru uppi smit-
berar. Þannig fannst í einni leitinni smit hjá nálægt sjö-
tugum bónda í sveit, sem væntanlega hefir verið talinn
blátt áfram ,,brjóstþungur“ af heimilismönnum og sveit-
ungum.
Holdsveikin er sífellt í rjenun. Árið 1929 voru 38
sjúklingar, en 1938 voru þeir 22, og af þeim 5 í hjeruð-
um; hinir á Laugarnesi. Einn sjúklingur var útskrifaður
þaðan sem heilbrigður, og hafði hann dvalið á holdsveikra-
spítalanum í 12 ár. Þeir holdsveiku hafa nú verið fluttir
á heilsuhælið í Kópavogi.
S u 11 a v e i k i gerir alltaf vart við sig, og dóu 7 úr
þeirri veiki. I skýrslum lækna er getið um 24 sullaveika,
en vafalaust eru þeir miklu fleiri, án þess að læknar verði
þess varir. A. m. k. þykir það ekki neitt merkilegt fyrir-
brigði að hitta fyrir sjer sull við röntgenskoðun á Land-
spítalanum. — Einn sjúklingurinn, sem hjeraðslæknar
telja fram, var 27 ára, en aðrir miðaldra og á gamals-
aldri. — Sullaveikin er landsmönnum til skammar, og
kemur til af trassadómi þeirra, sem fást við slátrun. Þess
er ekki gætt nógu vendilega að forða sollnum innyflum
frá hundunum. Or sullunum þróast bandormar í hunds-
görnunum, og sýkja þeir svo menn. Ef samviskusamlega
væri að farið, og hundum varnað að jeta sulli, væri slit-
inn einn hlekkur í lífsstigum bandormsins, og sýkingar-
hættan úr sögunni með þeirri hundakynslóð, sem nú lifir.
Geitur. 4 sjúklingar voru til lækninga á Röntgen-
deild Landspítalans, en alls eru taldir fram 7 sjúklingar.
Þessum sjúkdómi má útrýma alveg með röntgenlækning-
um, ef hjeraðslæknar ganga vel fram í því að koma sjúkl-
Heilbrigt líf
53