Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 56
ingunum á framfæri. Með röntgengeislum hafa alls verið
læknaðir hátt á 2. hundrað geitnasjúklingar.
Kláði gerði mjög vart við sig, og voru skrásettir 743
kláðasjúklingar; er svo að sjá, sem gengið hafi faraldur
um allt land.
Krabbamein. Taldir eru fram 172 með krabba-
mein, er hjeraðslæknar vita af. Oftast eru meinin í mag-
anum; og þá miklu tíðari í körlum en konum. Þar næst í
brjóstunum, en í 3.röðinni er vjelindið. Annars er krabbinn
talinn fram á 28 stöðum í líkamanum. Dánartala krabba-
meinssjúklinga fer ekki hækkandi, og eru gripnar úr lausu
lofti hrakspár þeirra, sem telja krabbamein hraðvaxandi
sjúkdóm hjer á landi. Árið 1929 dóu 145 úr krabbameini.
En þrátt fyrir aukinn fólksfjölda, deyr ekki meir en 141
sjúklingur árið 1938.
Kvillar skólabarna.
Skýrslurnar ná til 14403 barna. Aðalkvillarnir eru lús
og tannskemmdir. Lús eða nit fannst í 2033, eða 14,1 %,
og er þó athugandi, að mæðurnar ræsta börnin rækilega
áður en þau fara til skoðunar. Geitur fundust ekki í neinu
skólabarni. Það eru ekki mörg ár síðan einn af hverjum
þúsund landsmanna höfðu geitur. Sjúkdómnum hefir ver-
ið útrýmt með röntgenlækning. Tannskemmdir höfðu
9894 börn, eða 68,7%, jafnt í sveit sem kaupstöðum.
Grímsneslæknirinn kvartar undan tannskemmdum, og
Berufjarðarlæknirinn telur tennur barna ekki síður
skemmdar inn til dala, en í þorpinu.— Víða eru lýsisgjafir.
20 börnum var vísað frá kennslu vegna berklaveiki.
Aðsólcn að læknum og sjúkrahúsum.
Sjúklingafjöldinn, sem leitar hjeraðslæknanna, jafnar
sig upp með að vera 72,6% af íbúatölu hjeraðanna. Fjöldi
ferða til læknisvitjana er að meðaltali 79. Flestar ferðir
54
Heilbrigt líf