Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 57
hefir Akureyrarlæknirinn farið, eða 302. Yfir hundrað
ferðir fóru hjeraðslæknarnir í Borgarfjarðar-, Reykdæla-,
Eyrarbakka- og Grímsneshjeraði.
Legudagafjöldinn á sjúkrahúsum og heilsuhælum er
405161. Koma 3,4 sjúkrahúslegudagar á hvern mann í
landinu, og má það heita sama og á árinu á undan. Legu-
dögum berklasjúklinga hefir fækkað.
Augnlækningaferðir.
Fimm augnlæknar ferðuðust um landið og skoðuðu um
1000 manns. Augnlæknarnir fara um landið á vegum heil-
brigðisstjórnarinnar, eftir fyrirfram auglýstri áætlun.
Barnsfarir.
Lifandi fædd börn voru 2326, en 62 fæddust andvana. Af
barnsförum dóu 3 konur (blóðlát), en 3 úr barnsfarasótt.
Læknar hafa gert ýmislegar fæðingar-óperationir, svo sem
keisaraskurði, tangartak, vending á fóstri o. fl. Yngsta
móðirin var 13 ára stúlka í Blönduóshjeraði. Hjeraðs-
læknirinn náði barninu með keisaraskurði og heppnaðist
það vel.
Á árinu fóru fram 33 fóstureyðingar samkvæmt lögum,
vegna sjúkdóma og af fjelagslegum ástæðum. Sjúkdóms-
ástæður voru aðallega taugaveiklun, berklaveiki og kyn-
sjúkdómar. En fjelagslegar ástæður voru örbirgð, ómegð,
eða einstæðingsskapur mæðranna. Dæmi: 37 ára kona, gift
verkamanni. Konan er haldin syfilis. Á 2 börn, sem bæði
eru aumingjar; annað blint og fáviti. Örbirgð. — Önnur
kona á börn á aldrinum 18, 16, 13, 11, 9, 7, 5 og 3 ára.
Móðir og börn berklaveik; örbirgð.
Flestar þessar fóstureyðingar, samkvæmt lögum, voru
framkvæmdar á Landspítalanum. Auk þess voru vanaðar
þar 6 konur, vegna geðveiki og annara sjúkdóma.
Heilbrigt líf
55