Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 59
lega útbúnir. Lítið verður úr spítalahaldi þar sem ekki
er ráðin lærð hjúkrunarkona. Hjeraðslæknirinn í Norð-
fjarðarhjeraði getur þess, að bærinn treystist á engan
hátt til að reka sjúkrahúsið sjálfur, en hefir selt hjúkrun-
arkonunni það á leigu með öllu tilheyrandi. I sjúkraskýli
Rauða Krossins í Sandgerði er rekið baðhús fyrir sjómenn
og skólabörn, og er það til mikils þrifnaðar og menning-
arauka.
Heilsuvernclarstöövar eru stofnaðar í Reykjavík, Ak-
ureyri, Seyðisfirði og í Vestmannaeyjum. I Reykjavík rek-
ur fjelagið „Líkn“ stöðina og fara þar fram berklavarnir
og ungbarnavernd. Alls komu 3579 sjúklingar í fyrsta
sinni til berklaskoðunar. Með virka berkla voru 158, en
smitandi 38. Auk þess fjöldi hópskoðana, aðallega á skóla-
börnum og kennurum. Stórkostlegu starfi var afkastað
undir forystu berklayfirlæknisins, og framkvæmdar marg-
ar röntgenskoðanir, loftbrjóstaðgerðir, berklaprófanir o.
fl. Hjúkrunarkona Ungbarnaverndarinnar fór í rúmlega
3 þús. vitjanir. Mæðrum var hjálpað um fatnað, vöggur,
lýsi og fleira.
Sjúkrasamlög voru á 10 stöðum með 30544 meðlimum,
þ. e. 29,6% allra landsmanna.
Rannsóknarstofa Háskólans. Samkvæmt stuttu yfirliti
próf. N. P. Dungals hefir mjög verið rannsökuð berkla-
veiki, m. a. gerðar 1025 hrákalitanir. Sýklarannsókn
vegna lekanda í 805 skipti, en 590 sinnum vegna syfilis.
Holdrannsóknir vegna meinsemda voru 666, en ýmsar hús-
dýrarannsóknir 1061. Samtals voru gerðar 5026 rannsókn-
ir. Það er mikið starf og vandasamt. Krufningar voru
116, og er gerð nánari grein fyrir þeim í ársskýrslu Land-
spítalans.
Matvælaeftirliti ríMsins er stjórnað af dr. Júlíusi Sigur-
jónssyni. Mesti fjöldi sýnishorna af matvælum og krydd-
vörum var tekinn til skoðunar. Dæmi: „Saft“ reyndist í
Heilbrigt líf
57