Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 60
eitt skipti vera litað sykurvatn. Kakaó vantaði næga fitu.
1 kryddi var of mikil aska. Haframjöl rakt og súrt, en
sandur í rúgmjöli. Mjólkurostur reyndist tvisvar neðan við
tilskilið fitumagn, en smjörlíki í eitt skipti of vatnsborið.
Húsakynni og þrifnaður.
Hjeraðslæknum flestum kemur saman um, að nýbyggðu
steinhúsin í sveitunum reynist mjög misjafnlega. Frágang-
ur oft slæmur, enda stundum flutt í húsin ófullgerð. Mjög
kvartað um, að nýju húsin sjeu köld og saggasöm vegna
ónógrar upphitunar og misjafnlega vandaðra bygginga. —
I flestum læknishjeruðum vantar tilfinnanlega salerni við
heimilin; í sveitum ganga menn þá örna sinna í fjósin.
I sjávarþorpi á Vestfjörðum hafa 50 fjölskyldur ekki sal-
erni eða aðgang að því, segir hjeraðslæknirinn. Hvað á
þessi ósómi að haldast lengi? Vafalaust eru mörg mjólkur-
söluheimili salernislaus.
Þrifnaður misjafn. Sumstaðar talinn í góðu lagi. En
annarstaðar mjög ábótavant utan stafs og innan. „Lús-
in heldur velli enn þá“, segir einn hjeraðslæknirinn.
Fatnaður og matargerð.
Að mörgu leyti eru ýmsar framfarir í þessum efnum.
Nýmetisneysla mun yfirleitt fara vaxandi, þar á meðal
garðávaxta og grænmetis. Líka meira sinnt berjavinnslu
en áður. Víðast hvar lögð áhersla á að hafa næga nýmjólk
og mjólkurafurðir. Þó hafa einstaka hjeraðslæknar aðra
sögu að segja. I Eyrarbakkahjeraði er það t. d. þannig, að
„bændur og fólk þeirra mun neyta mjög lítils smjörs.
Smjörlíki er aðalviðbitið, engu síður í sveitum en við
sjó“. Þetta er varasamt ástand, en alþekkt frá útlöndum,
þar sem bændur losa sig við alla nýmjólk, peninganna
vegna. — í Reykdælahjeraði er þess og getið að bætiefna-
rýr kaupstaðavara komi í stað heimaframleiddra matvæla.
58
Heilbrigt líf