Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 61
Víða er látið vel yfir fatnaði almennings, en annars-
staðar miður, einkum hve fótabúnaði sje áfátt. Ólafsvíkur-
læknirinn segir fatnað þar vanhii'tan og fátæklegan, og
börnin kuldalega klædd. Öxarfjarðarlæknirinn kvartar um,
að innlendur skófatnaður sje „í ósvífnu verði“, og hinn
útlendi í skjóli hans dýr.
Mjólkurframleiðsla og mjólkursala.
Merkilegustu upplýsingar í þessum kafla eru frá hjer-
aðslækninum á Eyrarbakka um ástandið í fjósum bænda,
sem senda mjólk í Mjólkurbú Flóamanna. Hjeraðslæknir-
inn kemst svo að orði: „Dýralæknirinn tjáir mjer, að
„þrifnaður í fjósum sje víða af mjög skornum skammti
„og óvönduð umgengni, enda sje meðferð mjólkurinnar
„eftir því. Vanhús vantar á fjölda bæja, og eru fjósin þá
„ætíð notuð í þeirra stað. Dýralæknirinn kveðst hafa bent
„stjórn Mjólkurbús Flóamanna á þetta og beint því til
„hennar að beita sjer fyrir umbótum“.
Þetta er ófögur lýsing á bændamenningunni austanfjalls
— fjósin eru um leið kamrar sveitafólksins! — Það er
skemmtileg tilhugsun fyrir þá, sem hafa þá ánægju að
kaupa mjólkurafurðir úr þeirri átt.
Nýlega hefir gengið faraldur af illkynjaðri blóðkreppu-
sótt í Reykjavík og víðar. Er fullkomin ástæða til að ætla,
að þessi veiki geti átt upptökin í óþrifalegri meðferð mjólk-
urinnar. Bersýnilega er mikið verkefni framundan fyrir
heilbrigðisstjórnina, að kenna sveitafólkinu að nota sal-
erni.
Grímsneslæknirinn getur þess og, að flestir bændur láti
alla mjólk af heimilunum, en noti eingöngu smjörlíki sem
viðbit.
Mjólkurmálunum er bersýnilega svo komið, að kaup-
staðabúar neyta miklu meiri mjólkur en sveitafólkið, enda
geta hjeraðslæknar um, að talsvert kúahald sje í sumum
Heilbrigt lif
59