Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 62
smákaupstöðum. Á Sauðárkróki eru 150 kýr. Kaupstaða-
búar hafa löngum leitast við að koma börnum sínum í
sveit. En það er eftir litlu að sækjast í sveitinni, ef nýmjólk
er ekki á boðstólum, og yfirleitt lítið um nýmeti.
Áfengisnautn, kaffi og tóbak. Víðast er kvartað undan
því, að áfengisnautn sje til leiðinda á samkomum, en að
öðru leyti sje drykkjuskapur lítill. Neftóbaksnautnin þykir
víst svo sjálfsagður sóðaskapur, að hennar er ekki getið
sjerstaklega. En hjeraðslæknirinn í Berufjarðarhjer-
aði getur þess, að flestir unglingar byrji að reykja opin-
berlega þegar þeir eru fermdir. í öðru læknishjeraðinu í
Árnessýslu er talið algengt, að stúlkur eyði helmingi kaups
síns í sígarettur, og vel það.
Meðferð ungbarna.
íslenskum mæðrum má telja til mikils sóma, að þær fara
yfirleitt vel með ungbörnin. Læknunum ber alveg saman
um það. Á brjóst voru lögð 88%. En þess er reyndar ekki
getið, hve lengi þau voru á brjósti. Áður fyrr voru fæst
börn lögð á brjóst, en fengu pela — misjafnlega vel úr
garði gerðan — enda var ungbarnadauðinn fyrrum af-
skaplega mikill.
Skólaeftirlit og barnauppeldi.
Margskonar fróðleik er að finna í skýrslum hjeraðslækn-
anna um heilsu skólabarna og útbúnað skólahúsanna. í
Ólafsfj.hjeraði er þess getið, að um annatímann á sumr-
in gangi yngri börnin oft „sjálfala og eftirlitslaus fram
á nætur“. í Öxarfjarðarhjeraði: „... margir foreldrar,
sem ekki láta sjer detta í hug uppeldi, þ. e. a. s. neitt um
áhrif gerða sinna og annara á börnin“. í Vestmannaeyj-
um: „Barnauppeldi agalítið á mörgum stöðum. Börnin
læra enga mannasiði og orðbragð þeirra ljótt innbyrðis".
60
Heilbrigt líf