Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 64
handa öllum, sem vilja í fljótu bragði átta sig á heilbrigði
þjóðarinnar og heilbrigðisstofnunum.
Aftan við Heilbrigðisskýrslurnar er svo á fimm blaðsíð-
um yfirlit á ensku um heilsufarið 1938.
Hér hafa verið tíncl til nokkur helstu atriðin úr þessum
heilbrigðisskýrslum frá árinu 1938. Landlæknir hefir ber-
sýnilega lagt mikla vinnu í að gera þær sem best úr garði.
Skýrslurnar eru mjög mikilsverðar. Reikningsdæmið er
gert upp, og sýndur með þeim árangurinn af starfi lækna,
hjúkrunarkvenna, ljósmæðra og annarra, er starfa í þágu
heilbrigðismálanna. Árangurinn af þeirri vinnu kemur
fram, þegar bornar eru saman ársskýrslur frá fyrri árum.
Þess hefir orðið vart í seinni tíð, að svartsýnir menn,
sem láta sjer annt um ýmisleg heilbrigðisatriði, tilkynna
þjóðinni í útvarpi og blöðum, að heilsu Islendinga fari sí-
fellt hnignandi. Krabbameinið leiki lausum hala; melting-
arkvillar færist í vöxt, en hnignunar- og „hrörnunarsjúk-
dómar“ sjeu að fara með íbúa þessa lands. Víst er það vel
gert, að vara við hættum. En þessar staðhæfingar eiga sjer
engan stað. Að vísu er ýmsu ábótavant í þrifnaði, heilsu-
háttum og mataræði; og gott væri ef æðsta stjórn þessa
lands væri betur heima í næringarfræði nútímans en raun
ber vitni. En þrátt fyrir allt, hefir heilsufar þjóðarinnar
tæplega verið betra í annan tíma. Heilbrigðisskýrslur land-
læknis sýna þetta svart á hvítu. En þær eru jafnframt upp-
örvun til frekari átaka á ýmsum sviðum heilsuverndar-
innar. Einkum mætti ætlast til af stjórnarvöldunum, að
þau settu skynsamlegri tolllöggjöf, sem örvaði menn til
kaupa á hollum aðfluttum matvælum, en keyptu minna af
mat, sem síður er heppilegur fyrir heilsuna.
G. Cl.
62
Heilbrigt líf