Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 70

Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 70
En þaðan er opin leið fyrir þær út úr líkamanum — í saur eða þvagi. Hættan, sem af þessu fólki stafar, er augljós, einkum ef það fæst við matreiðslu eða vinnur við matvæli á einn eða annan hátt, og er óhreinlegt. Mest verður útbreiðsla taugaveikinnar og skyndilegust, ef smitið berst í mjólk eða vatn, sem margir neyta (í kaupstöðum) ; eru þess fjöl- mörg dæmi hjer á landi. í mjólkina berst smitið venju- lega beint frá smitberanum, er hefir mjólkað eða átt við mjólkina á annan hátt. Gerilsneyðing er öruggasta ráðið til þess að afstýra sýkingu frá mjólk, þar sem mjólkur- sala fer fram í stórum stíl. I vatnsból getur smitið m. a. borist frá óþjettri safnþró eða skolpleiðslu. Reynslan hefir sýnt, að það er vel mögulegt án þving- unarráðstafana, að komast hjá smitun frá þeim smitber- um, sem vitað er um, ef þeim er það sjálfum umhugað og gæta fullrar varúðar. Þeir mega þó að sjálfsögðu aldrei fást við matreiðslu eða sýsla við matvæli, sem öðrum eru ætluð. En alltaf eru fleiri eða færri smitberar á meðal okkar, sem ekki er vitað um, og er ekki eins auðvelt að var- ast þá. Besta vörnin gegn þeim er að krefjast ýtrasta hreinlætis af öllum, sem fást við matföng, og að fara þannig með saur og þvag, að aldrei sje hætta á því, að mengað geti neysluvatn eða matvæli. Er meðal annars áríðandi, að vel sje gengið frá salernum. Ennfremur ætti það að vera ljóst, að ekki er hættulaust að nota fjós sem salerni, en það mun tíðkast alltof víða. Það, sem hjer hefir verið sagt um taugaveikina, á og við um marga aðra sjúk- dóma. Taugaveikin hefir rjenað mikið hjer á landi á síð- ustu árum, og er það gleðilegur vottur vaxandi þrifnaðar og þess, að gangskör hefir verið gerð að því að leita uppi smitbera. Betur má þó enn gera í þessu efni, því að tauga- veikin er enn alltof algeng hjá okkur, talsvert algengari en í nágrannalöndum okkar. Þykir það og allstaðar álits- 68 Heilbrigt líf
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Heilbrigt líf

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.