Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 72
og hagnýtingu matar, og hafa yfirleitt áhrif á heimilis-
venjur til hins betra.
En til þess að þetta sje vel af hendi leyst, verður að
gera miklar kröfur til þekkingar og framkomu heilsu-
verndarkonunnar. Verður því að leggja mikla áherslu á
að sjá þeim fyrir góðri og alhliða menntun, er sje sniðin
eftir þeim starfsskilyrðum, sem þeim eru ætluð.
Vegna staðhátta hjer á landi mundi ekki fært að hafa
þetta fyrirkomulag að öllu óbreytt, nema þá helst í stærstu
kaupstöðunum. Þar eru og nú þegar starfandi slíkar stöðv-
ar, þótt þær að vísu fáist nær eingöngu við berklavarnir.
í Reykjavík hefir þó um nokkurt árabil verið rekin víð-
tækári heilsuverndarstarfsemi á vegum hjúkrunarfjelags-
ins Líknar.
Til sveita mundu vegalengdir hamla því, að heilsuvernd-
arstöðvar kæmu að tilætluðum notum, einkum yrði ung-
barna- og mæðravernd torvelduð. Hjer yrði heilsuverndar-
starfsemin því að flytjast inn á heimilin, t. d. þannig, að
heilsuverndarkonan ferðaðist um. Er það og æskilegt, hvort
eð væri, því að margt er það, sem ekki verður ráðin bót á
með viðtali á stöðinni, og á þetta ekki hvað síst við um
hreinlæti.
Undanfarin ár hefir Rauði Kross Islands stuðlað að því
að hjúkrunarkonur kæmust á heilsuverndarnámskeið er-
lendis. Þetta er góð byrjun, en aðalvandamálið mun vera,
að sjá þeim fyrir góðum starfsskilyrðum að námi loknu,
a. m. k. úti um land, og er kostnaðurinn þar stærsti Þránd-
ur í Götu. Rauði Krossinn hefir ekki fjármagn til þess að
kosta heilsuverndarkonur um land allt, enda virðist eðli-
legra, að þær væru launaðar af opinberu fje, eins og em-
bættislæknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn.
En hvað getur Rauði Krossinn þá gert frekar þessu til
framdráttar ? Eins og áður var sagt, er ekki hægt að
byggja eingöngu á reynslu annarra þjóða á sviði heilsu-
70
Heilbrigt líf