Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 74
Sigurður Thorlaáus:
UNGLIÐASTARF RAUÐA KROSSINS
„Ef æskan vill rjetta þjer örvandi hönd'
J)á ertu á framtíðarvegi". Þ. E.
Öruggasti og glæsilegasti votturinn um lífsgildi og fram-
tíðarhorfur Rauða Krossins, er tvímælalaust viðhorf hans
til æskunnar og viðhorf æskunnar til hans. Fögnuðurinn,
hrifningin, framtakssemin, sem Rauða Kross starfið hefir
vakið meðal barna í mörgum löndum, er í senn bestu með-
mæli með f jelagsskapnum og talandi vottur um máttinn og
kærleiksþelið, sem í barnssálinni býr.
Ungliðastarf Rauða Krossins hófst nær samtímis í
Ástralíu og Kanada, árið 1914 — fyrsta ár heimsstyrjald-
arinnar — á þann hátt, að börnin í barnaskólunum voru
fengin til að inna af hendi ýmiskonar hjálparstörf vegna
styrjaldarástandsins, einkum til hjálpar særðum og sjúk-
um. Bandaríkin tóku upp samskonar starfsemi í barna-
skólum sínum, þegar þau fóru í stríðið 1917. Tóku brátt
nokkrar miljónir barna þátt 1 starfinu þar.
í fyrstu munu flestir hafa talið víst, að. strax að stríð-
inu loknu hlyti þessi starfsemi að leggjast niður af sjálfu
sjer. En það fór á annan veg. Uppeldisfræðingar, kennar-
ar, foreldrar og aðrir, sem um þessi mál fjölluðu, sann-
færðust um, að Rauða Kross-starfsemin í barnaskólunum
hafði stórmikið uppeldisgildi. Verkefnin skorti ekki heldur,
þótt friður væri kominn á. Þau spruttu upp í umhverfi
skólanna, jafn margvísleg og ólík eins og staðhættir í fjar-
72
Heilbrigt líf