Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 76
liðanna er sá, að vinna að endurbótum á hreinlætís- og
heilnæmisskilyrðum umhverfisins, t. d. bæta skilyrði til
útileikja með því að búa til leikvöll við skólann, að koma á
endurbótum viðvíkjandi drykkjarvatni skólans, hreinlegri
umgengni, t.d. með því að nota inniskó o.s.frv. En víða hef-
ir einnig verið seilst langt út fyrir skólann. í Grikklandi
fengu t. d. ungliðadeildirnar lofsamlega viðurkenningu
heilbrigðisstjórnarinnar fyrir baráttu gegn mýraköldu
(malaria). Sumstaðar hafa börnin beitt sjer, og að því er
talið er með góðum árangri, gegn berklaveiki. Sumstaðar
vinna þau að hreinsun gatna; t. d. stóð eftirfarandi fregn
í ungliðadeildarblaði Rauða Krossins í Búlgaríu nýlega:
„Við ungliðar Rauða Krossins í Sadavo höfum í því
skyni að berjast gegn sjúkdómum tekist á hendur að
hreinsa þorp okkar af hræjum dýra, sem legið hafa hjer
og þar. Til þessa höfum við grafið sjö hunda, tvö svín, níu
hænur, fjóra ketti, eina kráku, einn kalkúnhana og tvær
rottur“.
Þannig mætti lengi telja, og eru verkefnin jafn marg-
breytileg og staðhættirnir víðsvegar í veröldinni.
Um hjálpar- og líknarstörf ungliðanna er svipað að
segja, að því leyti, að þau eru með ýmsu móti eftir því sem
á stendur í hverju landi og á hverjum stað. Algengt er að
gleðja eða hjálpa bekkjarsystkini eða nágranna í sjúk-
dómstilfelli, óvenjulegri fátækt, styrkja einstök börn til
ferðar með bekk sínum o. s. frv. Sumstaðar er safnað í
sjóði til tannlækninga fátækra barna,sumstaðar í því skyni
að koma fátækum börnum í sumardvöl eða kosta börn á
sjúkrahúsum. í Canada vinna ungliðarnir sameiginlega að
því að hjálpa farlama börnum, útvega þeim umbúðir,
koma þeim til náms o. s. frv. Þetta eru aðeins dæmi.
Loks er kynningarstarfsemin milli landa. Hún er þann-
ig til komin í fyrstu, að börn í Evrópu, sem fengu matar-
og fatasendingar frá Ameríku á hörmungarárunum eftir
74
Heilbrigt líf