Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 85
III. STARFSEMIN Á ÁRINU.
1. Nýtt starfsvið: Ungliðadeildir.
1 októbermánuði fól framkvæmdanefnd formanni að
fara þess á leit við formann Sambands íslenskra barna-
kennara, Sig. Thorlacius, skólastjóra, að hann beitti sjer
fyrir stofnun ungliðadeilda í barnaskólum landsins, og
þá fyrst og fremst í Reykjavík. Tók skólastjórinn vel í það
mál, og þegar hann hafði kynnt sjer þau gögn, sem fyrir
lágu hjá R. K. I. um ungliðadeildir ýmissa landa, hófst
hann handa ásamt stjórnendum og starfsliði R. K. I. um
stofnun deildanna.
Aðalstjórn R.K.Í. samþykkti í október frumvarp til laga
fyrir ungliðadeildir og skipaði miðstjórn ungliðadeildanna
samkvæmt þeim. Lagði hún þeim til málgagn, barnablaðið
Unga ísland, sem upprunalega var keypt með þessa starf-
semi fyrir augum. Auk þess hjet hún þeim fjárhagslegum
stuðningi. Á móti skyldi koma hjálp ungliðanna við ösku-
dagssöfnun R. K. I., — en þó frjálst. Eftir að hin nýskip-
aða stjórn hafði haft lagafrumvarpið til athugunar nokk-
urn tíma og gert á því smávægilegar breytingar, var geng-
ið endanlega frá öllum formsatriðum við stofnun ungliða-
deildanna á fundi framkvæmdastjórnar þann 30. október,
en það er dánardagur Henry Dunants, stofnanda Alþjóða
Rauða Krossins. 30. október telst því stofndagur Ungliða-
deilda Rauða Kross íslands (U.R.K.Í.). Um starfsemi
þeirra vísast til skýrslu formanns miðstjórnar ungliða-
deildanna á öðrum stað í þessu hefti.
2. Heilsuverndarstarfsemi.
a. Sumardvöl barna í sveit. Það hefir mörgum þótt æski-
legt, að hafa stöð eða skrifstofu að snúa sjer til, þar sem
fá mætti upplýsingar um fáanlega dvalarstaði fyrir heil-
brigð börn á skólaaldri í sveit að sumarlagi, bæði um verð
Heilbrigt líf
83