Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 86
og gæði. Fyrir forgöngu formanns barnaverndarráðs og í
samvinnu við ráðið var strax í ársbyrjun hafist handa
um þessa starfsemi, með auglýsingum í blöðum og útvarpi
og blaðaskrifum. Upplýsingar komu dræmt, en þar eð eft-
irspurnin eftir verustöðum var mikil og starfsemin var
vinsæl, var ákveðið að leggja það til á aðalfundi, að halda
starfseminni áfram í stærri stíl, og birtist væntanlega ár-
angur þess í næstu skýrslu.
8. mynd. Finnski baðofninn í Sandgerði. Hjúkrunarkonan skvettir
heitu vatni á glóheitar járnkúlur til þess að gera gufu.
b. Finnskar baöstofur. Sá góði skriður, sem kominn var
á finnska baðstofumálið á síðastliðnu ári, náði hámarki í
því, að Alþingi veitti styrk á fjárlögum til þeirra, þó ekki
undir forsjá þeirrar þekkingar, er R. K. I. hefir aflað
sjer, og veitir öllum ókeypis, til þess að tryggja góðan ár-
angur frá byrjun og verjast þeim annmörkum, sem auð-
kennir sumar þeirra fáu gufubaðstofa, sem gerðar hafa
verið hjer áður en R. K. I. hóf þessa starfsemi. En það
84
Heilbrigt líf