Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 88
talið var vafasamt um yfirfærslu þess fjár, er safnast
kynni, drógust framkvæmdir, uns Norræna félagið kom til
skjalanna og óskaði samvinnu um fjársöfnun og taldi sjer
yfirfærslu vísa. Var þá hafist handa í samvinnu við Nor-
ræna fjelagið og stofnað til Finnlandsdags sunnudaginn
10. desember, sem er 15 ára afmælisdagur R. K. í. Finn-
landsdagurinn hófst með hjartnæmri ræðu, sem biskup
landsins hjelt af svölum Alþingishússins. Ræðunni var út-
varpað. Menntaskólanemendur seldu merki á götum. Fje-
lögin efndu til skemmtana í báðum kvikmyndahúsunum og
söng karlakórinn Fóstbræður í öðru finnsk lög, sum með
finnskum texta, en Karlakór Reykjavíkur í hinu. Björn
Ólafsson fiðluleikari ljek á báðum stöðum, en Guðm. Iiaga-
lín skáld flutti kjarnyrt kvæði. Á Hótel Borg sungu Pjetur
Jónsson og Árni Jónsson frá Múla Glunta o. fl. í kaffitíma,
og fór fjársöfnun fram á meðan. Á Hótel Island sungu
Ágúst Bjarnason og Jakob Hafstein Glunta á sama tíma
og safnaðist þar mjög vel. Öllum listamönnunum, sem að-
stoðuðu við skemmtanir dagsins, var mjög vel tekið.
Fjársöfnun dagsins tókst afburðavel, því að ef með eru
taldar rausnarlegar gjafir, er ýmsir einstakir menn færðu
forstöðumönnunum þennan dag, þá komu inn rúmar 11
þús. krónur alls á þeim degi einum. Betur gat ekki R. K. I.
minnst afmælis síns en að helga hann þessu málefni.
Söfnunin hjelt nú ört áfram, og streymdu peningarnir
óðfluga inn á skrifstofu R. K. í. úr öllum áttum. Lenti það
aðallega á formanni R. K. I. og ritara Norræna fjelagsins,
hr. yfirkennara Guðl. Rósinkranz, að taka allar ákvarðanir
fyrir fjelaganna hönd og sjá um framkvæmdir söfnunar-
innar, og var samvinna þeirra jafnan góð.
Verkaskipting fjelaganna varð nú með þeim hætti, að
skrifstofa R. K. I. tók á móti öllum peningagjöfum og
peningasendingum, sem R. K. í. og N. F. bárust, og bók-
færði þær undir eftirliti gjaldkera R. K. í., Björns E.
86
Heilbrigt líf