Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 96
böðin væru. Um miðjan mars þraut vatnið í þrónni, og-
var böðunum þá sjálfhætt, sjómönnum til mikilla óþæg-
inda og hjúkrunarkonu til enn meiri armæðu. Þó fjellu
finnsku böðin ekki niður með öllu, því að svo ríkur var
áhugi margra sjómannanna á þeim, að þeir vildu vinna
til að sækja vatnið og bera það inn í húsið, heldur en
vera baðlausir.
Nú er það fullreynt, að vatnsþrær þær, er útbúnar hafa
verið í sjúkraskýlinu, eru hvergi nærri nægjanlega stór-
ar, og rúma þær þó 30 smálestir af vatni. Sje þurrka-
tíð, þrýtur vatnið fyrir miðja vertíð, og það litla, sem safn-
ast eftir það, nægir aðeins til þarfa hússins og verður þá
enginn afgangur fyrir böðin. Þykir því sýnt, að ekki sje
um annað að gera en grafa fyrir brunni og leiða vatnið
úr honum inn í húsið fyrir næstu vertíð, því að mjög
mundi það draga úr áhuga manna fyrir hinum ágæta bað-
útbúnaði sjúkraskýlisins, ef vatnslaust er meira en hálfa
vertíðina“.
d. Sjúkraflutningar.
1. Bifreiðar R. K. í. Á árinu fóru fram miklar við-
gerðir á annarri bifreiðinni, sem var orðin svo úr sjer
gengin, að viðgerð varð eigi frestað. Varð sá kostnaður
um 2000 kr. auk venjulegs viðhalds á báðum bifreiðunum.
Á árinu fluttu bifreiðar fjelagsins sjúklinga, sem hjer
segir:
Innanbæjar................1009
Utanbæjar.................. 97
Slasaða sjúklinga.......... 21
Alls 1127
Eins og kunnugt er, annast bæjarfjelagið starfrækslu
bifreiðanna fyrir ákveðið gjald, sem R. K. I. greiðir, en
94 Heilbrigt líf