Heilbrigt líf - 01.06.1941, Side 97
það eru 1000 kr. fyrir hvora bifreið, eða 2000 kr. á ári.
R. K. í. fór fram á eftirgjöf á starfrækslugjaldi fyrir
sjúkrabifreiðarnar þetta ár og árið áður, sem líka er í
skuld, byggt á þeirri staðreynd, sem reikningarnir sýna,
að tekjur bifreiðanna hafa aldrei orðið það miklar, að
eðlileg afskrift fengist; vantar þar upp á 7 þúsund krónur.
Þessvegna hefir ekki verið hægt að leggja neitt fje til hlið-
ar til endurnýjunar bifreiðunum, og með sama áfram-
haldi er öllu stefnt í strand og voða. En miðað við sjúkl-
ingafjöldann í ár, sem fluttur hefir verið og er rúmlega
1100, þá kemur í ljós, að af hverju flutningsgjaldi, sem
er 5 kr. á sjúkling, eiga tæpar 2 kr. að ganga til bæjarins
vegna mannahaldsins eins. Allan annan útlagðan kostnað
við aksturinn, svo og bensín og viðhald bifreiðanna, verð-
ur R. K. I. að greiða af þeim 3 kr., sem eftir eru, og er
eðlilegt, að lítill afgangur verði til endurnýjunar. Athug-
andi er ennfremur, að þessi starfræksla bæjarins er ein-
vörðungu framkvæmd af mönnum, sem eru fastlaunaðir
af bænum vegna annarra skyldustarfa, svo að starfræksl-
an kostar ekki bæinn einn eyri í útlögðum peningum.
Hvar sem er í heiminum er starfsemi R. K. styrkt af
ríki og bæjarfjelögum. Alþingi hefir oft undanfarið veitt
R. K. I. styrk og hækkaði hann í sjerstöku augnamiði á
síðustu fjárlögum. R. K. I. væri það vissulega mikill styrk-
ur, að bæjarfjelagið að sínu leyti gerði sjer ekki ár-
legan tekjustofn úr starfrækslu, sem er honum jafn-út-
gjaldalítil og þessi, einkum þar sem fjelagið starfar svo
mikið fyrir bæjarfjelagið, og það að langsamlega mestu
leyti í sjálfboðavinnu. Bæjarráðið hefir þessa beiðni til
athugunar, og á svari þess veltur um framtíð þessarar
starfsemi.
Slökkvistöð bæjarins sá um starfrækslu bifreiðanna
með sömu prýði og áður, sjálfri sjer til sóma og R. K. í.
og sjúklingum til ánægju.
Heilbrigt líf
95