Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 99
ast að senda til hjálpar bágstöddum vegna jarðskjálft-
anna 24. jan. s.l.
Stjórn sambands vors er innilega hrærð yfir þessari
gjöf frá Rauða Krossi hins fjarlæga jökullands í nálægð
Norðurheimskauts til handa oss, sem búum syðst í Suður-
Ameríku, ekki fjarri Suðurheimskauti. Vjer lítum á þessa
bróðurgjöf sem hið fegursta tákn þess bræðralags og þess
hjálparvilja, sem er fyrirrennari friðarins og tengir sam-
an Alþjóða Rauða Krossinn.
Móttakið, hr. forseti, ásamt Rauða Krossi Islands und-
ir yðar giftusamlegu stjórn, í nafni miðstjórnarinnar,
sem og í mínu eigin nafni, hjai'tanlegustu þakkir frá
Rauða Krossi Chile, sem mun aldrei gleyma því, að hann
á hinum hræðilegu ógæfustundum tók á móti vinargjöf frá
R. K. hins fjarlæga lands, gjöf, sem hefir látið oss finna
yl, kærleika og bróðurhug frá hinu kalda landi yðar.
Vjer kveðjum yður, hr. forseti, með allra fyllstu virðingu.
Luis Brieba A. (forseti Rauða Kross Chile).
Agustin Benedicto P. (settur ritari)“.
Ennfremur birtist í jólablaði R. K., U. S. A., grein um
Island og starfsemi R. K. I., þar sem á þetta var minnst
mjög vingjarnlega í vorn garð.
4. Fræðslustarfsemi frk. Sigríðar Bachmann
í heilsuvernd og hjúkrun.
a. Ndmskeið. Námskeið í hjúkrun í heimahúsum og
hjálp í viðlögum fóru fram á þessu ári á eftirfarandi stöð-
um: Reykjavík, Kirkjubæjarklaustri (V.-Sk.), Múlakoti
(V.-Sk.), Ytri-Ey í Meðallandi (V.-Sk.), Þykkvabæjar-
klaustri í Álftaveri (V.-Sk.), Vík í Mýrdal, Sólheimum
(V.-Sk.) og Litla-Hvammi (V.-Sk.). Þátttakendur í nám-
skeiðunum voru alls 196. Námskeiðin í Vestur-Skaftafells-
sýslu voru haldin á vegum kvenfjelaga og ungmennafje-
He-ilbrigt líf — 7 97