Heilbrigt líf - 01.06.1941, Síða 100
laga. Þau voru mjög vel sótt, og sýndu þátttakendur hinn
mesta áhuga á náminu.
Eitt námskeið í meðferð ungbarna var haldið á árinu,
og voru þátttakendur 8 alls.
b. Forskéli fyrir hjúkrunarnema Landspítalans. Skól-
inn starfaði eins og að undanförnu undir forystu R. K. í.
frá 15. mars til 28. apríl. Nemendur voru 13 alls.
5. Unga Island.
Rauði Kross íslands gaf út barna- og unglingablaðið
Unga ísland, eins og að undanförnu. Ritstjórn önnuðust
þeir Jakob Hafstein og Arngrímur Kristjánsson, en blað-
ið var afgreitt frá skrifstofu R. K. 1. Blaðið var gefið út
í 3500 eintökum og selt á 3 kr. árgangurinn. U. ísl. kem-
ur út 10 sinnum á ári, eða mánaðarlega, að undanskildum
sumarmánuðunum júlí og ágúst. Hvert hefti er 16 lesmáls-
síður. Auk venjulegs fróðleiks og skemmtiefnis við hæfi
barna og unglinga, voru birtir í hverju hefti stuttir kafl-
ar um heilbrigði og heilsuvernd.
Um áramót tók miðstjórn U. R. K. I. við stjórn blaðs-
ins og rjeð tvo rithöfunda úr kennarastjett fyrir ritstjóra,
þá Stefán Jónsson og Sig. Helgason, en framkvæmdastjórn
annast Arngr. Kristjánsson, skólastjóri, og skrifstofa R.
K. I. sjer um útsendingu blaðsins.
Um kaupendaf jölgun og útsölumenn verður væntanlega
gefin skýrsla næsta ár.
6. Fjárhagur og fjárreiður R. K. í. árið 1939.
Útdráttur úr ársreikningi 1939 er á þessa leið:
í árslok voru í sjóði kr. 381,46. Tekjur ársins voru kr.
18.149,16 og er þar ekki meðtalið tillag Miðneshrepps til
sjúkraskýlisins, kr. 109,25. Hinsvegar er meðtalinn ríkis-
sjóðsstyrkur, kr. 1000,00, gjafir, kr. 425,00, og ævitillög
3 nýrra ævifjelaga, kr. 400,00. — Gjöld ársins námu kr.
98
Heilbrigt líf