Heilbrigt líf - 01.06.1941, Page 104
brugðin þeim, sem fyrir eru, og fást í Hjúkrunardeild
Reykjavíkur Apóteks og á skrifstofu R. K. í.
7. Mál á Tprjónunum.
Auk þeirra málefna, sem talin hafa verið hjer að fram-
an, hefir R. K. í. haft ýms önnur mál á prjónunum. Rætt
hefir verið um hveraleðjubaðstöð, um hjálparsveit Reykja-
víkur, um stríðsfangahjálp, um deildarstofnanir, og sam-
in lög fyrir þær, og undirbúin endurskoðun laga R. K. í.
og ýmislegt fleira.
Árið hefir verið ærið svipvindasamt og reynt allmjög
á þolrif R. K. í. og þær rætur, sem hann hefir fest í ís-
lenskum jarðvegi. Hann hefir orðið styrkari við hverja
raun, því að honum vex fylgi jafnt við aðköst sem afköst.
En hann þarf miklu meira fylgi og fleiri fjelaga til þess
að geta mætt með fullum krafti þeim óveðursskýjum, sem
nú vofa yfir.
IV. SKÝRSLA AKUREYRARDEILDAR R. K. I. 1939.
Stjórn deildarinnar skipuðu frá áramótum til aðal-
fundar:
Guðm. Karl Pjetursson, spítalalæknir, formaður,
Snorri Sigfússon, skólastjóri, ritari,
Stefán Árnason, framkvæmdastjóri, gjaldkeri,
Guðmundur Pjetursson, útgerðarmaður,
Konráð Vilhjálmsson, kennari,
Rannveig Bjarnadóttir, veitingakona.
Á aðalfundi deildarinnar varð sú breyting á stjórninni,
að kosinn var Jóhann Þorkelsson, hjeraðslæknir, í stað
Konráðs Vilhjálmssonar. Aðrir stjórnarmeðlimir voru
endurkosnir.
Starfsemin á árinu. Deildin hafði í þjónustu sinni sömu
hjúkrunarkonuna og undanfarið ár, ungfrú Isafold Teits-
dóttur. Starfaði hún að hjúkrun í bænum eins og að und-
102
Heilbrigt líf