Heilbrigt líf - 01.06.1941, Qupperneq 106
Styrkur úr bæjarsjóði Akureyrar kr. 500,00, styrkur frá
Sjúkrasamlagi Akureyrar kr. 500,00, greiðsla fyrir starf
hjúkrunarkonunnar við berklavarnastöðina kr. 1000,00,
frá barnaskóla Akureyrar kr. 600,00, greiðsla fyrir hjúkr-
un kr. 600,00, fjelagagjöld kr. 515,00 og tekjur af sam-
komu kr. 476,00. Útgjöldin voru aðallega laun hjúkrunar-
konu og kostnaður vegna sjúkrabifreiðarinnar. Rekstrar-
halli var nokkrar krónur.
Meðlimatala á árinu var 103.
INFLÚENSA
Þessi veiki gengur yfir löndin á nokkurra ára fresti, og er mis-
jafnlega mannskæð. Hún hefir hlotið ýmisleg nöfn. „Svitasóttin"
geisaði um Bretland 1528. Þá lá Anna Boleyn þungt haldin. En
Hinrik 8. var svo sótthræddur, að hann þorði ekki að heimsækja
hana. í stað þess gerði hann henni þessi orð með líflækninum, Dr.
John Chambré: „Jeg bið til guðs, að þú verðir frísk, og skal jeg
þá elska guð enn meir en nokkuru sinni áðui'“. — Anna Boleyn, ein
af sex eiginkonum Hinriks 8., hefði verið sæl að fá að deyja úr
veikinni, vegna þess sem siðar varð.
„Spánska veikin“ gaus upp 1918—’19, og dóu úr henni 15 milljónir
manna -— tvöfalt fleiri en fjellu á öllum vígstöðvum í heimstyrjöld-
inni.
Nokkuð er í óvissu um hvaða sýklar muni valda inflúensu. Má
vera, að það séu huldusýklar, svo smáir, að vart verður komið auga
á þá í smásjá. — Sir Patrick Laidlaw í Hampstead, við London,
hefir fyrstum lækna tekist að sýkja skepnur af manna-inflúensu.
Það eru merðir. Voru þeir sýktir með sóttnæmi úr kverkum inflú-
ensusjúklings. Merðirnir sýkja hvor annan, en eftir á myndast í
blóði þeirra móteitur gegn sjúkdómum. Sama á sjer stað í mönnum.
Út af þessu er vöknuð hreyfing meðal lækna um að vinna bólu-
efni gegn inflúensu eða nota serumlækning. Sjúklingur í aftur-
bata lætui' þá í tje einn pela af blóði úr sjer til lækninga.
G. Cl.
104
Heilbrigt líf