Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 43

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 43
skurði 1400—1600 grömm, við að skera burtu brjóst af konu 700—800 grömm, við gallblöðruskurð 200—280 grömm, við magaskurð 450—650 grömm, við móðurlífs- skurð 400—450 grömm og nýrnaskurð 600—800 grömm. Ef áætla á blóðmissi fyrirfram, verður að reikna með fyrrnefndu tapi, þótt aðgerðin gangi í alla staði vel. Þar sem blóðmissir verður 500 grömm eða meira, ætti að vera sú regla að bæta sjúklingi það með blóðgjöf, meðan á aðgerð stendur eða stuttu á eftir. En þetta er því aðeins hægt, að ekki þurfi að horfa í hvern dropa og reyna að láta þá, sem þarfnast þess mest, sitja fyrir því litla, sem næst af blóði. Við þetta bætist svo, að blóðs getur oft orðið þörf fyrirvaralaust, og ein- mitt, þegar svo stendur á, oft mikils af því. B lóSgj afasv eitir. Hér á landi hefur fram til þessa verið reynt að leysa þetta mál með því að hafa svonefndar blóðgjafasveitir, þ. e. hóp manna, sem eru blóðflokkaðir, og er maður af viðeigandi flokki kallaður, þegar blóðs hans er þörf. Skát- arnir hafa meðal annars unnið ómetanlegt starf á þessu sviði, því að lengi vel var næstum öll blóðöflun byggð á blóðgjafasveit þeirra. Upp á síðkastið hafa læknastúdent- ar gefið mikið blóð — enda hæg heimatökin, sérstaklega meðan þeir eru við nám á spítölum. Það er vafalaust fjöldi manns, sem eiga þessum blóðgjöfum líf sitt að launa, því að þeir hafa verið óþreytandi og brugðið skjótt við, hvort sem var á nóttu eða degi. Þetta fyrirkomulag hefur slíka annmarka, að það getur ekki fullnægt þeirri blóðþörf, sem skapast við viðunandi notkun blóðs. Hér er í fyrsta lagi um tiltölulega fámennan hóp að ræða, og það eru takmörk fyrir því, hve oft má láta þeim blæða, án þess að ganga of nærri þeim. Þeir eru því ekki Heilbrigt líf 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Heilbrigt líf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.