Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 37
Nú er í undirbúningi stofnun blóðbanka í sambandi við
Rannsóknarstofu Háskólans, en starf hans er fyrst og
fremst undir því komið, hvernig fólk almennt bregzt við
um blóðgjafir. Þetta er eina örugga leiðin til þess að
tryggj'a, að ávallt sé nægilegt blóð fyrir hendi, fyrirvara-
laust, handa þeim sjúklingum, sem þess þarfnast.
Abdragandi blóSgjafa.
Fyrstu tilraunir til blóðflutnings eru ævagamlar, og
var í fyrstu aðeins um að ræða blóðflutning milli dýra.
Það leið þó ekki á löngu, þar til byrjað var að reyna þetta
við menn, ýmist með því að flytja blóð milli manna eða
gefa mönnum dýrablóð í lækningaskyni. Richard Lower
í Englandi er venjulega talinn fyrstur manna til þess að
framkvæma slíkan blóðflutning árið 1665, enda þótt til
séu sagnir um ennþá eldri tilraunir.
Lower gaf manni blóð í fyrsta skipti árið 1667. Þá
þekktust ekki holnálar, og notaði hann því gæsafjöður til
þess að láta blóðið renna um.
Þegar mönnum var gefið dýrablóð, var það oftast úr
kind.
Árangurinn af þessum fyrstu tilraunum var, sem eðli-
legt er, mjög lélegur, og mátti það teljast sérstök heppni,
ef sjúklingarnir lifðu þær af. Ástæðurnar, auk frumstæðra
tækja til blóðflutningsins, voru fyrst og fremst, að þekk-
ing manna á sýklum var engin, svo að engrar varúðar
var gætt í því tilliti, og áhrif framandi blóðs, hvort sem
það var úr dýri eða manni, á blóð þess, sem fékk það,
voru óskýrð.
Menn fór þó fijótlega að gruna, að ekki væri allt með
felldu, og mótstaða gegn notkun blóðs fór vaxandi, og
varð hún að lokum svo mikil, að blóðgjafir voru bann-
aðar með lögum bæði í Englandi og Frakklandi. Þá áttu
þeir, sem framkvæmdu blóðgjöf, á hættu að verða dæmdir
Heilbrigt líf
131