Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 41
Ijós, að í 10—13 af hverjum 100 hjónaböndum er konan
rhesus-neikvæð og maðurinn rhesus-jákvæður.
Útlitið fyrir börn þessara hjóna er langt frá því að
vera eins ískyggilegt og ætla mætti í fljótu bragði, og
langmestur hluti þeirra geta eignazt að minnsta kosti 2—4
heilbrigð börn, og dæmi eru til þess, að slík hjón hafi
eignazt ellefu börn, áður en sjúkdómsins varð vart. Að
meðaltali verður blóðsjúkdóms vart hjá 4 af hverjum
hundrað börnum þessara hjóna, en líkurnar aukast eftir
því, sem börnunum fjölgar.
Aðalástæðan til þess, hve sjúkdómurinn er tiltölulega
sjaldgæfur, er sú, að mótefnið myndast oftast mjög hægt,
svo að konan getur þurft að ganga með fleiri börn, áður
en nægilega mikið myndast til þess, að til sjúkdóms dragi
hjá fóstrinu. Auk þess er nú á tímum slík takmörkun á
barneignum, að fjöldi barna í fjölskyldum er oftast innan
þeirra takmarka, sem mótefnamyndun móðurinnar leyfir,
og kemur því aldrei að sök.
Rannsókn á blóði konunnar um meðgöngutímann getur
skorið úr um, hvort mótefni hefur myndazt, og ef svo er,
hve ört það myndast. Þegar þær rannsóknir benda til, að
um blóðsjúkdóm kynni að vera að ræða hjá barninu, má
hafa viðbúnað, er það fæðist, til þess að draga úr áhrif-
um hans, með því að gefa barninu blóð strax eftir fæð-
ingu.
Þessari meðferð hefur nú verið beitt um nokkur ár, og
reynslan, sem fengizt hefur, bendir til, að batahorfur
barnanna séu talsvert bættar.
Notkun blóös.
Bezta og fljótlegasta meðferðin á miklu blóðleysi í
hverri mynd sem er, er blóðgjöf.
Orsakir til blóðtaps og blóðleysis eru margar og mis-
Heilbrigt líf
135