Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 70
ræði af því, að herðarnar verða stífar, og kemur það af
þeirri einföldu ástæðu, að vanrækt hefur verið að hreyfa
handleggina í axlarliðunum á degi hverjum.
Enn eru ónefndir nokkrir kostir, sem fylgja þessum
nýju aðferðum við sjúkrahjúkrunina, en þeir eru: færri
dauðsföll af völdum æðabólgu og lungnabólgu eftir upp-
skurði og yfirleitt minni óþægindi, andleg og líkamleg.
Því fyrr sem sjúklingurinn kemst á fætur, því fyrr getur
hann farið heim og tekið upp aftur vinnu sína og daglegt
líferni. Lifnaðarhættir sjúklingsins fara síður úr skorð-
um vegna sjúkdómsins og vinnuhæfnin endurnýjast fyrr.
Sjúkrarúmin dýrmætu er árlega hægt að nota fyrir fleiri
sjúklinga, og hafa bæði einstaklingar og þjóðfélag hag
af því.
Þetta gildir þó ekki eingöngu fyrir sjúkrahúsin, það
skiptir ekki síður máli, þegar sjúklingar í heimahúsum
eiga í hlut. Með heppilegri tilhögun fyrir hvern einstak-
ling má á þennan hátt létta lífið þeim, sem ganga með
langvinna sjúkdóma, og stytta leguna hjá hinum, sem
bráða sjúkdóma fá.
Allir, sem hjúkra sjúkum, ættu af lífi og sál að setja
sig inn í þessi viðhorf, sem hér hefur verið minnzt á,
og örva sjúklinginn til „athafnasamrar sjúkralegu“, svo
að hann komist sem fyrst á fætur aftur.
Tekið úr tímariti norska Rauða krossins.
Margrét Jóhannesdóttir.
164
Heilbrigt líf