Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 58
Undir sjúklinginn er skotið eins konar börnum, en yfir
kerinu er útbúnaður til að láta sjúklinginn síga ofan í
vatnið. Börurnar hvíla þannig undir sjúklingnum, að
hann sígur ekki lengra niður í vatnið en svo, að vel vatni
yfir hann. Höfðalagið er haft það hátt, að vatnið nái
sjúklingnum í háls. Svipaðan útbúnað má nota í sundlaug-
um, ef hiti er þar nægur.
í slíku baðkeri eða laug er sjúklingurinn látinn æfa
sig undir eftirliti, og honum hjálpað eftir þörfum. Æf-
ingar, sem gerðar eru án þess að fylgzt sé nákvæmlega
með sjúklingi, eru oftast til lítils gagns og gefa ekki þann
árangur, sem annars kynni að nást.
Hver hreyfing hinna sjúku vöðva skal æfð fyrir sig,
um leið og leitast er við að láta samstæða vöðva vinna
störf hinna, sem lamazt hafa, að svo miklu leyti sem
kostur er.
Ekki má ofbjóða sjúklingum við þessar æfingar, og
ekki er hægt að ákveða fyrirfram, hversu lengi þeir skuli
vera í vatninu, heldur verður að fara með hvern sjúkling
eftir hinu almenna ástandi hans, og krefst það að jafnaði
mikillar natni og þolinmæði.
Samfara þessum æfingum eða í nánu sambandi við
þær er notað nudd, og er það einungis á færi kunnáttu-
manna að hafa slíkt með höndum (eins og raunar alla
fysiska meðferð), því að nudd, sem illa er unnið og af
þekkingarleysi, getur gert meiri skaða en gagn. Lamaða
vöðva skal strjúka sem allra minnst, því að strokur, eink-
um ef þær eru harkalegar, geta auðveldlega teygt á vöðv-
unum, sem hafa lamazt, og þannig tafið fyrir bata. Al-
mennt er talið bezt að nota létt klip, en við það örvast
blóðrás hins sjúka vöðva, og hefur slíkt nudd þægileg
áhrif á sjúklinginn, því að þreytukennd í hinum lömuðu
svæðum minnkar eða hverfur með öllu, að minnsta kosti
í bili og sjúklingnum líður betur en ella. Það þarf varla
152
Heilbrigt líf