Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 75
Endurskoðendur voru kjörnir:
Magnús Vigfússon, bókari.
Víglundur Möller, bókari.
Starfsmenn hafa verið þessir:
Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, ritstj. Heilbrigðs lífs.
Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarkona.
Gunnar Andrew, skrifstofustjóri.
Sumardvalir barna.
Starfrækt voru þrjú heimili, að Silungapolli, Reykholti og Varma-
landi, í átta vikur, eða frá því snemma í júlí og til ágústloka.
Samtals voru sumardvalarbörnin 204 að tölu og skiptast þannig
á heimilin:
í Reykholti ............................... 88
Að Silungapolli............................ 69
Að Varmalandi.............................. 47
Yngstu börnin voru sem fyrr að Silungapolli, svo og veikluð börn,
þótt eldri væru. Að Varmalandi voru eingöngu telpur.
Aldur barnanna var svo sem hér greinir:
2—3 ára
4 —
5 —
6 —
7 —
8—9 —
10 —
10 börn
24 —
45 —
52 —
44 —
24 —
5 —
Forstöðukonui' voru: í Reykholti frú Elísabeth Arndal, á Silunga-
polli frú Vigdís Blöndal og að Varmalandi fröken Guðrún Hermanns-
dóttir.
Læknisskoðun fór fram á öllum börnunum, áður en þau fóru úr
bænum. Eftirlit með börnunum á Silungapolli önnuðust þeir lækn-
arnir Guðmundur Eyjólfsson og Kristbjörn Tryggvason, en heim-
ilin í Borgarfirði voru undir eftirliti héraðslæknis. Þá ferðaðist
einnig hjúkrunarkona Rauða kross íslands, frk. Margrét Jóhannes-
dóttir, milli heimilanna oftar en einu sinni á starfstímabilinu og
dvaldi um kyrrt á þeim í nokkra daga, ef um lasleika var að ræða
á viðkomandi heimili.
Annars var lítið um farsóttir á heimilunum að þessu sinni, og
heilsufar yfirleitt mjög gott, að því undanskildu, að um 30 barn-
anna í Reykholti fengu hlaupabólu.
Heilbrigt líf
169