Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 10
7% krabbameinssjúklinganna. Mikið reyktu 40,9% þeirra,
sem ekki voru með krabbamein, og í þeim flokki lentu
35% krabbameinssjúklinganna. Mjög mikið reyktu 14,6%
af þeim, sem ekki voru með krabbamein, en í þeim flokki
lentu 30% krabbameinssjúklinganna. Loks keðjureyktu
8,4% af þeim, sem ekki voru með krabbamein, og var
miðað við, að þeir hefðu reykt 35 sígarettur eða meira
á dag í 20 ár eða lengur. 1 þessum flokki lentu 23%
krabbameinssjúklinganna. Af þessum tölum sést, að 88%
af krabbameinssjúklingunum höfðu reykt mikið og mjög
mikið, en aðeins 12% reyktu lítið og enginn ekkert. Hins
vegar voru 63,8% af þeim, sem ekki voru með krabba-
mein, miklir reykingamenn. En við nánari athugun sést,
að krabbameinið hefur mest gert vart við sig hjá allra
mestu reykingamönnunum, þar sem 53% þeirra voru
mjög miklir reykingamenn, reyktu 21 sígarettu á dag í
20 ár eða lengur, en í þeim reykingaflokkum voru aðeins
23% af þeim, sem ekki höfðu krabbamein í lungum.
Önnur athugun Ameríkumannanna á stærri hópum, 605
sjúklingum með krabbamein í lungum og 780 mönnum
með ýmsa aðra sjúkdóma, gaf svo að segja sömu niður-
stöðu, nefnilega að tiltölulega miklu fleiri meðal krabba-
meinssjúklinganna (51,2%) voru í tveim hæstu reykinga-
flokkunum, en aðeins 18,1% af öðrum sjúklingum reyktu
svo mikið.
Brezku höfundarnir komast að sömu niðurstöðu. Af
krabbameinssjúklingunum reyktu 26% meira en 25 sígar-
ettur á dag, þar af 5% yfir 50 sígarettur á dag, en af
öðrum sjúklingum reyktu aðeins 13% svo mikið.
Brezku höfundarnir reikna út, hve mikinn fjölda af
sígarettum hver maður hafi reykt um dagana og bera
svo saman, hverjir fái lungnakrabba miðað við sígarettu-
neyzluna. Meðal þeirra, sem aðeins höfðu reykt 365
sígarettur um ævina, voru aðeins 2,9% af krabbameins-
104
Heilbrigt ííf