Heilbrigt líf - 01.12.1950, Blaðsíða 7
Prófessor NIELS DUNGAL:
REYKINGAR
OG KRABBAMEIN í LUNGUM
Eins og þið vitið, er krabbamein mjög misalgengt í
ýmsum líffærum. Hér á landi er það langsamlega algeng-
ast í maga. En sums staðar er það miklu algengara í
öðrum líffærum, sem annars verða sjaldan fyrir þessari
meinsemd. Til eru landsvæði í Indlandi, þar sem 60%
allra krabbameina eiga upptök sín í munni. Orsökin til
þess er sú, að fólkið tyggur betelhnetur í stórum stíl og
með þeim beisk blöð, sem erta munnslímhúðina, og þar
sem þetta er gert daglega, getur það leitt til þess, að
krabbamein tekur til að vaxa í munninum. Það er löngu
kunnugt, að síendurtekin erting á húð eða slímhúð getur
leitt til krabbameinsvaxtar.
Þið heyrið mjög sjaldan minnzt á krabbamein í lungum
hér á landi. Og það af eðlilegum ástæðum. Það er mjög
sjaldgæft. En í sumum löndum, til dæmis Englandi og
Ameríku, er það orðið algengt, meira að segja mjög al-
gengt, svo að það kemur hvað tíðleika snertir sums
staðar næst á eftir krabbameini í maga. Þetta var ekki
svona áður fyrr. Um síðustu aldamót var krabbamein í
lungum sjaldgæft í öllum löndum. En það hefur farið í
vöxt í flestum ef ekki öllum menningarlöndum. Sums
staðar hefur aukningin verið gífurleg. 1 Englandi og
Wales dóu 612 manns árið 1922 úr krabbameini í lungum.
En 1947 dóu þar 9287 úr þessum sjúkdómi, eða fimmtán
sinnum fleiri.
Heilbrigt líf
101