Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 37

Heilbrigt líf - 01.12.1950, Side 37
Nú er í undirbúningi stofnun blóðbanka í sambandi við Rannsóknarstofu Háskólans, en starf hans er fyrst og fremst undir því komið, hvernig fólk almennt bregzt við um blóðgjafir. Þetta er eina örugga leiðin til þess að tryggj'a, að ávallt sé nægilegt blóð fyrir hendi, fyrirvara- laust, handa þeim sjúklingum, sem þess þarfnast. Abdragandi blóSgjafa. Fyrstu tilraunir til blóðflutnings eru ævagamlar, og var í fyrstu aðeins um að ræða blóðflutning milli dýra. Það leið þó ekki á löngu, þar til byrjað var að reyna þetta við menn, ýmist með því að flytja blóð milli manna eða gefa mönnum dýrablóð í lækningaskyni. Richard Lower í Englandi er venjulega talinn fyrstur manna til þess að framkvæma slíkan blóðflutning árið 1665, enda þótt til séu sagnir um ennþá eldri tilraunir. Lower gaf manni blóð í fyrsta skipti árið 1667. Þá þekktust ekki holnálar, og notaði hann því gæsafjöður til þess að láta blóðið renna um. Þegar mönnum var gefið dýrablóð, var það oftast úr kind. Árangurinn af þessum fyrstu tilraunum var, sem eðli- legt er, mjög lélegur, og mátti það teljast sérstök heppni, ef sjúklingarnir lifðu þær af. Ástæðurnar, auk frumstæðra tækja til blóðflutningsins, voru fyrst og fremst, að þekk- ing manna á sýklum var engin, svo að engrar varúðar var gætt í því tilliti, og áhrif framandi blóðs, hvort sem það var úr dýri eða manni, á blóð þess, sem fékk það, voru óskýrð. Menn fór þó fijótlega að gruna, að ekki væri allt með felldu, og mótstaða gegn notkun blóðs fór vaxandi, og varð hún að lokum svo mikil, að blóðgjafir voru bann- aðar með lögum bæði í Englandi og Frakklandi. Þá áttu þeir, sem framkvæmdu blóðgjöf, á hættu að verða dæmdir Heilbrigt líf 131
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Heilbrigt líf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigt líf
https://timarit.is/publication/1835

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.