Úrval - 01.06.1949, Blaðsíða 111

Úrval - 01.06.1949, Blaðsíða 111
BETRI HELMINGUR SAMS SMALL 109 frakkann og fái mér göngutúr, Mully — þá fylli ég ekki hús- ið af tóbaksreyk með pípunni minni.“ „Já, gerðu það. Þú hefur gott af því að fá þér frískt loft, Sam,“ kallaði Mully. Svo lokuðust dyrnar. Sam staulaðist niður að horninu á almenningnum. Orð Mullyar hljómuðu í eyrum hans. Rödd hennar hafði verið svo blíð og elskuleg. Og hún hafði kallað Sammywell elskuna sína. Það var ekki líkt Mully, hún kall- aði hann aldrei elskuna sína. Þegar Sammywell birtist um síðir, var Sam nærri því sprung- inn úr reiði og afbrýðisemi. „Nú er komið að þér að fara burt, lagsmaður,“ sagði Sam fokvondur. „Hvað er að þér, Sam?“ „Hirtu ekki um það. En það er orðið mál að ég komi heim og taki minn réttmæta sess við hlið konunnar minnar — Júdas- inn þinn!“ „En, Sam, ég hélt að þú værir feginn að sleppa að heim- an og skemmta þér dálítið." „Ég er búinn að skemmta mér — nú verður þú að fara.“ „Æ, nei, Sam,“ sagði Sammy- well óánægður. „Mér líður svo vel. Ég sit heima hjá Mully á kvöldin og--------“ „Einmitt. Ég heyrði, hvernig hún gældi við þig — og það var meira að segja konan mín!“ „Konan okkar, Sam.“ „Hættu þessu þvaðri,“ stundi Sam. „Þú hefur lifað yndislega viku — nú er röðin komin að mér. Farðu burt dálítinn tíma.“ „En það ert þú, Sam, sem villt alltaf vera að fara að heim- an. Ég vil aftur á móti alltaf vera heima.“ „Æ, góður guð,“ kveinaði Sam. „Hve lengi á ég að vera að rífast við þig? Heyrðu mig nú — ég er svangur — ég hef ekki fengið teið mitt — og ég hef verið lasinn. Gerðu það fyrir mig að fara.“ „Kemur ekki til mála,“ sagði Sammywell. „Staður minn er á heimilinu og þangað fer ég.“ „Jæja, þá verðum við sam- ferða.“ „Til þess að hún komizt að öllu saman? Nei — ég vil ekki að hún komist í slæmt skap.“ „Heyrðu mig, Sammywell, ef ég þekki Mully rétt, kemst hún hvort sem er að þessu fyrr eða síðar — og hún má alveg eins komast að því strax, svo að ég geti fengið teið mitt!“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.