Úrval - 01.06.1949, Blaðsíða 105

Úrval - 01.06.1949, Blaðsíða 105
BETRI HELMINGUR SAMS SMALL 103 Og þannig héldu umræðurnar áfram, og orðin streymdu, vís og viturleg eins og vænta mátti, þar sem Yorkshiremenn áttu í hlut, og hvítir armar Annie, frammistöðustúlkunnar, sveifl- uðust upp og niður, þegar hún var að tappa ölið af tunnunni. Þar til allt í einu, að rödd veitingamannsins yfirgnæfði hávaðann og mælti hin kunnu orð, sem í einum svip setja eins konar slagbrand fyrir alla stemmingu: „Nú lokum við!“ Þarna stóð Sam Small eins og aumingi, þegar hann heyrði klukkuna slá miðnæturslögin. „Hamingjan góða,“ tautaði hann skelfdur, „og ég sem lof- aði Mully hátíðlega að vera kominn heim fyrir lokunar- tíma.“ Og Sam þaut út um dyrnar eins hratt og hinir stuttu fætur hans gátu borið hann. Meðan hann hljóp við fót yfir almenn- inginn, var hann að hugsa með sér, að ef hann kæmist heim í snatri, gæti hann ef til vill sagt, að hann hefði farið úr kránni fyrir lokunartíma, en hefði labbað hægt heim. Hann hafði samvizkubit — ekki af því, að hann var að búa sig undir að segja ósatt, held- ur vegna þess, að hann hafði látið Mully vera eina heima allt kvöldið. Hann var reiður við sjálfan sig, og----------- Þá skeði það! Það kom glampi, einskon- ar hljóðlaus sprenging, mergð af stjörnum og halastjörnum í óravíðum, purpurarauðum geimi — og allt í einu kom Sam Small til sjálfs sín, þar sem hann sat á gangstéttinni í hálfgerðu yfirliði. „Hvert í logandi,“ tautaði hann þvöglulega, „ég hlýt að hafa rekizt á ljósastaurinn.“ En meðan hann var að reyna að átta sig, sá hann að annar maður sat í sömu stellingum á gangstéttinni. „Nú — svo það varst þú, sem álpaðist á mig,“ sagði Sam reiður. „Hvers vegna lítur þú ekki framundan þér?“ „Þetta er báðum að kenna, kunningi." „Vertu ekki með neinar vífi- lengjur,“ stundi Sam. „Heyrðu, hjálpaðu mér til að standa upp.“ „Hversvegna ættir þú ekki alveg eins að hjálpa mér?“ sagði hinn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.