Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 8
6
ÚRVAL
fólgin í því að vara við hætt-
unum — kynsjúkdómum, lausa-
leiksbörnum, og ef til vill fóst-
ureyðingum. Hin íákvæða, hlið
ástalífsins glejonist.
Áhyggjur og andvökur út af
börnunum á kvöldin þegar þau
eru seint úti, eru sem betur fer
oftast ástæðulausar. Það er
sjaldan heppilegt að taka á móti
unglingnum með áminningum
og siðaprédikunum, um leið og
hann kemur inn úr dyrunum,
ef til vill með bergmálið af
fyrstu feimnislegu ástarjátning-
unni í huga sér. Við eigum að
vera nærgætin og tillitssöm,
jafnvel við börnin okkar.
Margir foreldrar hafa syndg-
að gegn þeim óskráðu lögum, að
trúnað beri að þiggja sem gjöf
en aldrei neyða neinn til að veita
hann. ,,Ef þau væru ekki alltaf
að spyrja mig, þá myndu þau
fá að vita miklu meira,“ sagði
ein unglingsstúlka. Það er mikil-
vægt, að kunna að þegja og
hlusta. Athugasemdir við það
sem unglingurinn segir í trúnaði
eru til tjóns, einkum ef þær eru
bornar fram í títt misnotuðu
nafni siðgæðisins. Það er mikill
misskilningur að halda, að við
kennum börnum okkar bezt með
skipunum: þú skalt og þú skalt
ekki. Það er fordæmi hinna full-
orðnu, sem mest áhrif hefur.
Ekki það sem við segjum, held-
ur það sem við gerum.
Nærgætin og heppileg aðferð
fyrir foreldra til að innræta
börnunum lífsskoðun sína er að
þau segi þeim af sjálfum sér
þegar þau voru ung, en þá mega
þau heldur ekki gleyma að segja
einnig frá þeim víxlsporum, sem
þau stigu sjálf í æsku.
En því miður er sannsögli for-
eldranna alltof oft ábótavant.
Tökum til dæmis hið sjálfum-
glaða raus um það, að þegar
pabbi var ungur, hafi hann að-
eins fengið 50 aura um tímann,
en nú fái unglingarnir margar
krónur. Hér er með öllu geng-
ið fram hjá mismunandi verð-
gildi peninganna.
Sama máli gegnir um sið-
gæðismat. Til er gamalt máitæki
frumstæðrar þjóðar, á þá leið,
að þegar hýenurnar séu orðnar
gamlar sé synd að bíta. Oft
er raunin sú, að það sem for-
eldrarnir banna börnunum af
mestum strangleik, hefur ein-
hvern tíma verið þeim sjálf-
um mikil freisting. Kannski hafa
þau fallið í freistnina.
Það er einkenni á unglingum,
að sannleiks og réttlætiskrafa
þeirra er tíðum öfgakennd. Oft
má í slíku merkja gömul á-
rekstrarefni úr bernsku, sem
blossa upp í auknu veldi fyrir
áhrif kynólgunnar. I svörum
unglingsins má oft greina leif-
ar af gamalli afbrýðisemi í garð
yngra systkinis. Getur þá hlot-
izt illt af því ef það systkinið
sem er vanstilltara og aðfinnslu-
samara nýtur ekki stuðnings
foreldranna en hitt systkinið
sem „betra“ er nýtur sérstakr-
ar hylli þeirra. Systkinið sem