Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 111

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 111
MR. SM2TH 109 hafði ég tekið utan um hana — en J>að hafði ég ekki gert mánuðum saman. ,,Eg lauk mér af fyrr en ég hafði búizt við," sagði ég hugsunarlaust, og heyrði setninguna bergmála í höfði mér eins og hæðnisfulla athuga- semd við allt sem skeð hafði. Svo köstuðu konurnar á mig kveðju, og ég vissi hvað þær hugsuðu. Þær hugs- uðu: „Hann er kominn aftur. Enid hafði rétt fyrir sér! Þeir koma allir aftur að lokum!" Eg staðnæmdist við spilaborðið og talaði og lét sem ekkert sérstakt hefði gerzt. Svo fór ég upp i herberg- ið mitt og áður en ég vissi af, var ég sofnaður. Eg hafði ekkert sofíÖ í hálfan annan sólarhring. Það var orðið dimmt þegar ég vaknaði. Ég fór niður og ætlaði að aka í bilnum. Ég hafði ekkert sérstakt í huga, ætlaði bara að aka eitthvað út í buskann. Rétt þegar ég var að sleppa út, heyrði ég Enid kalla: „Ég hef haldið kvöldmatnum heitum, elskan. Hann er í ofninum." Ég sagði: „Þakka þér fyrir, mig langar ekki í neitt. Ég ætla bara að fara út og fá mér frískt loft. Ég kem sennilega snemma heim.“ Daginn eftir fór ég á skrifstofuna og gerði tilraun til að kippa í lag því sem ég hafði vanrækt. Klukkan fjögur fór ég af skrifstofunni og kom við í hótelbamum til að fá mér glas af vini. Af svip kunningja m'inna þar sá ég að spilakonumar þrjár höfðu ekki legið á liði sínu. Þðim hafði bersýnilega öllum borizt sú fregn, að ég væri kominn aftur á básinn fyrir fullt og allt, þó að mér sé enn i dag hulin ráðgáta, hvemig þeir gátu vitað eða haft grun um að eitthvað alvarlegt hefði gerzt. Mér fannst ég lesa samúð í svip sumra vina minna. Þeir höfðu litið á mig eins og óstýrlátan fola og öfundað mig, en nú var öllu lokið og ég aftur kominn á básinn. Klukkan var orðin meira en sex þegar ég kom heim og fann þar bréf frá Mary. Þetta var i fyrsta skipti sem hún skrifaði mér itíím. Bréfið hljóðaði svo: Ástin mín! Þessar linur eru kveðjuorð. Ég fer í kvöld og verð lengi í burtu. Senni- lega kem ég aldrei aftur í gamla húsið, sem er eini staðurinn þar sem mér hefur fundizt ég eiga heima. Við munum aldrei sjást aftur. Mig tekur sárt að skrifa þetta, en það em svo margar ástæður — svo margar sem þú veizt ekkert um, aðr- ar en sú, sem þú uppgötvaðir í Vir- ginía. Þetta var allt óráð frá byrj- un, og ég vissi það strax. Einmitt af þvi var þetta illa gert af mér, þvi að ég hefði getað stöðvað það í tíma eða komið í veg fyrir að það byrjaði nokkurn tíma. Það hefur eitt- hvað verið I mér frá upphafi, eitt- hvað illt og spillt. Það byrjaði þeg- ar ég var img, og umhverfi það sem ég ólst upp í bætti ekki úr skák, og þegar ég giftist var .... eins og hleypt hefði verið af stað spreng- ingu. Það er eitthvað sem ég ræð ekki við, og ég er löngu hætt að reyna að ráða við það. Mér finnst eins og ég sé að rifa úr mér hjartað þegar ég skrifa þér þetta, því að ég elskaði þig raunveru- lega og elska þig enn, vinur minn. Þú hefðir kannski einhvern tíma get- að frelsað mig, en nú er það of seint. Það hafði skeð of margt löngu fyrir þann dag, er við hittumst á veginum. Það er eins og ég sé tvær manneskjur og önnur sé óvinur minn sem ég get ekki treyst, sem stöðugt svikur mig. Þú varst ekki fyrsti mað- urinn í lífi mínu, og heldur ekki ann- ar eða briðji. Þeir hafa verið margir .... svo margir, að stundum þeg- ar ég er þreytt, man ég þá ekki alla. Ég var vön að koma heim í gamla húsið til að hvíla mig, því að erfitt var um allt slíkt þar. Og þó skeði það einnig þar stundum, snöggt og ofsalega. Það stóð aldrei lengi, en I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.