Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 72
70
ÚRVAL
riðum breytt þessari rnynd,
því að ástæðan til þess að kín-
verjar hafa ekki getað hagnýtt
sér betur sigurinn er sennilega
meira að kenna getuleysi þeirra
sjálfra heldur en hiimi „algeru
bannfæringu“ sem þeir hafa
orðið að þola.
Lærdómurinn sem draga má
af öllu þessu er sá, að minnsta
kosti í mínum augum, að lang-
dræg vopn geta ekki unnið
styrjöld. Bandaríski herinn í
Kóreu hefur sýnt hæfileika sinn
til að eyðileggja — án hernað-
arlegrar nauðsynjar og án þess
að bæta með því verulega víg-
stöðu sína. Hann hefur sýnt, að
fullkomnustu eyðileggingar-
vopn nútímans eru gagnslaus til
að ná hernaðarlegum árangri
og þá einnig pólitískum árangri,
nema einnig komi til þraut-
þjálfaðir og einbeittir her-
menn er sigrað geti óvinina og
styrkt vígstöðuna. Stefna hinn-
ar „algeru bannfæringar“, sem
Bandaríkin hafa fylgt í Kóreu,
leiðir ekki til annars en slátr-
unar á heilum hópum óbreyttra
borgara og eyðileggingar á lífs-
möguleikum þeirra. Frá hern-
aðarlegu sjónarmiði er hún
meiningarlaus.
Margt af þessu var þegar
orðið Ijóst undir lok síðustu
styrjaldar. Hin gegndarlausa
sóun á dýrmætum hráefnum og
eyðilegging iðjuvera og húsa
með loftárásum gaf mjög lítið
í aðra hönd. Herinn varð að
geta lagt undir sig Ianasvæði
og haldið þeim; og hann þurfti
að sigra her óvinanna. Loftár-
ásirnar leiddu miklar hörmung-
ar yfir borgarana og ollu miklu
tjóni á eignum, en þær hefðu
ekki getað unnið hernaðarlegan
sigur á óvinunum. En þær gerðu
annað — þeirra vegna varð sig-
urinn, þegar hann loks vannst,
efnahagslegur og pólitískur ó-
sigur.
Skömmu eftir landgönguna
hjá Insjon sá ég þennan styrj-
aldarrekstur greinilega sem til-
raun til að láta vélarnar koma
í stað hermannanna, og þá varð
mér ljóst, að atómsprengjan
var náttúrlegt framhald þessa
hugsunarháttar. í nóvemberlok,
þegar flóttinn frá Sjangsjon
stóð sem hæst, og hersveitir og
vígvélar voru á hraðri leið suð-
ur gegnum Pyongyang kom
þetta greinilega í Ijós. Engum
kom til hugar að reynandi væri
að stinga við fæti og berjast;
allra hugir leituðu til atóm-
sprengjunnar. Mörgum okkar,
og á það við bæði um ameríska
og brezka blaðamenn, virtist
jafnvel sem yfirvofandi væri
notkun þessa hræðilega eyði-
leggingarvopns. Ég er ekki í
neinum vafa um, að beiting þess
til sigurs hefði verið árangurs-
laus og beiting þess til fre'sunar
kóresku þjóðarinnar hefði ver-
ið fáránleg.
Atómsprengjan hefur gert
stríðstæki eins og skriðdreka,
stórskotaliðsvopn og heri hlægi-
leg. Hún hefur flutt styrjaldir