Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 109

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 109
MR. SMITH 107 ■eins og það væri ekki annað en smá- vegis ólag á meltingunni. „Hún tal- er aldrei mikið um það. Eftir því sem ég hef komizt næst, mun það hafa byrjað á Italíu fyrir löngu. Hún hefur fengið svona köst áður, svo að ég vissi strax hvað að var. En nú er ég búinn að hjálpa henni i þetta sinn. Hún verður fljótlega jafngóð." Hann leit hvasst á mig. „Það er hræðilegt að horfa upp á þetta, ég á við kvalirnar .... Mig furðar mjög á að þér skylduð ekki vita þetta, en Mary fullvissaði mig um að yður hafi aldrei grunað neitt. Menn þurfa líklega að vera kunnugir einkennun- um — þekkja öll litlu örin eftir nálar- stungurnar, hvernig hún gat verið þreytt eina stundina, horfið snöggv- ast á braut og komið aftur frisk og full af fjöri og með glampa í augunum. Og auðvitað hefur hún aldrei drukkið neitt sterkara en sherry." Þetta kom allt heim — allt of vel. Ég hafði tekið eftir þessu án þess að gefa þvi gaum, ef til vill af því ég skildi ekki merkingu þess, af því ég var of óreyndur og fákunnandi. Læknirinn hélt rólegur áfram að drekka kaffið sitt. Eftir stundarþögn spurði ég annarlegri röddu: „Er ekk- ert hægt að gera við þessu?“ „Það er kannski hægt að lækna hana — að fullu, og kannski ekki. Ég held hún kæri sig ekki um að læknast. Einmitt það er erfiðast' í svona tilfellum. Menn byrja venju- lega á þessu út úr örvæntingu, og venjulega er þeim ofvaxið að snúa aftur og horfast í augu við örvænt- inguna. 1 langflestum tilfellum hrasa þeir aftur. Sjáið til, Mary skortir mjög andlegt jafnvægi. Þetta er allt mjög flókið og ég get ekki hrósað mér af þvi að þekkja allar orsak- irnar." títi var nú orðið albjart og morgun- sólin skein inn um gluggana. Þorps- búar voru komnir á kreik. En þrátt fyrir sólskinið var allt grátt fyrir augum mér, eins og allt væri hjúpað þoku sem smogið hefði jafnvel inn í litlu borðstofuna. Læknirinn hélt áfram: „Mér kem- ur þetta auðvitað ekkert við. Ég þekki yður ekki og veit ekkert um samband ykkar Mary, en ef ég væri í yðar sporum, mundi ég slíta sam- vistunum. Þær geta aldrei orðið nein- um til góðs. Héðan af geta þær að- eins versnað og kannski endað með skelfingu." „Hvað heldur Mary?" „Ég veit það ekki. Ég spurði hana einskis. Sjáið til, það er ekki aðeins eitrið. Það er fleira. Þér eruð kannski orðinn flæktur í eitthvað sem þér skiljið ekki." Hann stóð snöggt upp. „Og nú segi ég ekki meira .... Ég fer með Mary til New York í kvöld. Hún þarf að komast á spítala um stundarsakir — einkaspítala, þér skiljið." „Ég gæti farið með hana,“ flýtti ég mér að segja. „Nei. Þér eruð of ókunnugur þess- um málum. Það er til heill huliðs- heimur í þessu landi handa fólki sem eins er ástatt um og Mary, og yður skortir lykilinn að þeim heimi. Auk þess vill hún ekki fara með yður. Hún vildi ekki einu sinni sjá yður, en ég gat ekki sáð hvernig hægt væri að komast hjá því. Ef ég væri í yð- ar sporum, mundi ég taka saman föggur mínar og fara. Eins og á stendur, munduð þér aðeins gera illt verra með nærveru yðar. Ég kem aftur eftir klukkutíma." Svo tók hann töskuna sína, lagði aðra hönd- ina á öxl mér og sagði: „Mig tekur sárt til yðar, en eins og komið er, er ekki annað að gera.“ Mér tókst að stynja upp nokkrum þakkarorðum og svo fór hann. Þyngsta raunin var að fara upp stigann og inn í herbergið aftur. Ég held það hafi verið af því að ég vissi að uppi beið mín önnur kona en sú, sem ég skildi við fyrir stuttri stundu. Og þó elskaði ég hana enn, eins mikið og áður. En það hafði orðið undarleg breyting á þeirri ást.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.