Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 22
20
ÚRVAL
dvaldi meðal menningarþjóða
höfðu að mestu farið í undir-
búning að þessum norðurferð-
um. Ákvörðunin um það að
komast til Norðurpólsins var
orðin svo mikill hluti af sjálfum
mér, að ég var fyrir löngu hætt-
ur að hugsa um mig öðruvísi
en sem tæki til að ná því tak-
marki. Leikmanni kann að
finnast þetta undarlegt, en upp-
finningamaður getur skiiið það,
eða listamaður, eða hver sá
sem helgar sig árum saman
þjónustu við hugsjón . . .
En nú, á ferðum mínum
þarna um ísinn í ýmsar áttir
frá bækistöðvunum, reyndi ég að
gera mér ljóst, að eftir 23 ára
baráttu og úrtölur annarra
hafði mér loks tekizt að reisa
fána lands míns á þessum eftir-
sóknarverða stað. Það er ekki
auðvelt að lýsa þessu, en ég
vissi að við vorum nú að leggja
af stað aftur til menningarlanda
heims með lokakaflann í miklu
ævintýri — ævintýri sem heim-
urinn hafði beðið eftir í nærri
400 ár, ævintýri sem fáni lands
míns mundi blakta yfir, fáninn
sem í einveru og einangrun
hafði orðið mér tákn heimilis
og alls þess sem ég elskaði —
og sæi kannski aldrei aftur.
Að kvöldi hins 7., eftir að við
höfðum reist fánana og tekið
myndir af okkur, skriðum við
í snjóhúsin okkar og reyndmn
að sofna ofurlítið áður en við
legðum af stað suður aftur.
Ég gat ekki sofið, og eski-
rnóarnir Seegloo og Eginwah,
sem voru með mér í húsi, virt-
ust jafneirðarlausir. Þeir byltu
sér sitt á hvað og þegar þeir
lágu kyrrir, greindi ég af ó-
reglulegum andardrætti þeirra
að þeir voru vakandi. Þó að þeir
hefðu ekki sýnt sérstaklega
mikla hrifningu daginn áður
þegar ég sagði þeim, að við
hefðum náð takmarki okkar,
virtust þeir vera undir sömu
geðáhrifum og þeim sem héldu
mér vakandi.
Að lokum reis ég á fætur og
sagði félögum mínum tveim og
þremenningunum í hinu snjó-
húsinu, sem voru líka andvaka,
að við skyldum rejma að kom-
ast til næstu bækistöðvar, sem
var 30 mílum simnar, áður en
við legðumst til svefns, og skip-
aði að hundunum yrði beitt fyr-
ir . . . Og um fjögurleytið að
kvöldi hins 7. apríl snerum við
baki við bækistöðinni á Norður-
pólnum.
Þó að mér væri vel ljóst
hvaða stað ég var að yfirgefa,
eyddi ég ekki löngum tíma í að
kveðja þetta takmark lífs míns.
Því marki að standa á hvirfil-
punkti jarðarinnar, sem hing-
að til hafði verið ofvaxið mann-
legum mætti, var nú náð. Nú
var takmarkið í suðri, þar sem
413 sjómílna leið, yfir ísjaka
og ef til vill opinn sjó, skildi
okkur frá norðurströnd Grant-
lands. Einu sinni leit ég við —
síðan sneri ég andlitinu í suður,
í átt til framtíðarinnar.