Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 90

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 90
88 ÚRVAL horfið — allmargar dósir af nauta- kjöti og nokkuð af grænmeti og á- vöxtum. Hann var í miklu uppnámi og leit á atburðinn sem persónulega móðg- un við sig. Ég held honum hafi fund- izt þetta setja blett á sæmd sína sem liðþjálfa, en hann tekur sæmd sina eins alvarlega og munkur eið sinn. Hann var einráðinn í að grafast fyrir -lejmdarmálið og láta skálkinn svara til sakar, enda þótt það yrði síðasta verk hans á þessari jörð. Hann settist andspænis mér og rautt og reiðilegt andlit hans var vott af regninu. „Ég skil þetta ekki,“ sagði hann. „Ég talaði við alla piltana, en þeir vita ekki meira en ég. I fyrstu hélt ég að það væri Hómer, en hann þver- neitar. Ég veit, að honum er alveg fyrirmunað að segja sannleikann, en í þetta skipti lá við að ég tryði hon- um. Jafnvel þegar ég hótaði honum að lumbra betur á honum en nokkru sinni fyrr, lét hann sig ekki. Eftir að ég hafði spurt piltana, fór ég að athuga málið sjálfur. Nokkrar bárujárnsplötur á gafli skálans höfðu verið losaðar og var aðeins tyllt með fáeinum stuttum nöglum. Fljótt á litið bar ekki á neinni missmíð, en ef komið var við plöturnar, duttu þær af. Einhver utanaðkomandi hlaut að hafa valdið þessu, því að ef það var Hómer eða einhver af félögunum, þá gátu þeir stolið því sem þá lysti, án þess að vera að hafa fyrir því að brjótast inn. Ég starði á hann. „Hver heldur þú að það sé?“ Liðþjálfinn les mikið af leynilög- reglusögum. Hann hefur tekið upp á því hérna í útlegðinni, í frumskóg- inum. Eins og margar einlægar og einfaldar manneskjur, verður hann fyrir áhrifum af því sem hann les eða sér í kvikmyndum; og stundum fer hann að leika leynilögreglumann. Það var sá gállinn á honum núna. Hann skimaði til hægri og vinstri, eins og til að fullvissa sig um, að enginn heyrði til okkar. Síðan hvísl- aði hann: „Ég held að eitthvað af gulu djöfltmum sé á sveimi hérna nálægt.“ Mér lá við að skella upp úr, svo hátíðlegur var hann, en ég þorði það ekki af ótta við að særa hann. Ég sagði því alvarlega: „En það eru engir japanar á þessum slóðum. Þeir hafa aldrei komizt nær okkur en til næstu eyjar. Til þess að komast hing- að, yrðu þeir að synda yfir fjörutíu mílna leið og brjótast síðan gegn- um frumskóginn.“ „Ég trúi þeim til alls,“ sagði hann. „Negldir þú plöturnar fastar aft- ur?“ spurði ég. „Já. Þeir geta áreiðanlega ekki losað þær, nema með því að gera svo mikinn hávaða, að það heyrist til þeirra." „Jæja, þú hefur gát á öllu og seg- ir piltunum að vera líka á varð- bergi." Liðþjálfinn fór. Ég varð allt í einu órólegur og óskaði þess að hann hefði tafið lengur. Tilgáta hans um að japanar leyndust í frrunskóg- inum í námunda við okkur, var ö- hugnanleg. Enda þótt ég hefði ekki tekið tilgátuna alvarlega, gat ég ekki hafnað henni með öllu. Það var ekki óhugsandi, að þeir hefðu synt þessar fjörutíu milur eða búið sér til fleka og róið yfir sundið að næturlagi. Og þeim gat hafa tek- izt það, sem var ótrúlegra — áð brjóta sér leið um hundrað mílna veg gegnum ægilegan og saman- fléttaðan frumskóginn. Ef þeir voru á næstu grösum, ef þeir gátu brot- izt inn í birgðaskemmurnar án þess að nokkur yrði þeirra var, þá vorum við allir í lífshættu. Þeir gátu læðzt að okkur sofandi og skorið okkur á háls, eða, ef þeir kæmust yfir handsprengjubirgðir okkar, gætu þeir sprengt okkur í loft upp án minnstu fyrirhafnar. Þetta var áreiðanlega ekki til að skopast að.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.