Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 53
FURÐULEGUR ÆVIFERILL
51
unn í sálfræði, háspeki, heim-
speki, þekkingarfræði (episte-
mology), siðfræði og guðfræði.
„Kennurunum hefur kannski
fundizt svo mikið til um doktors-
gráðu mína í heimspeki," segir
Demara og ypptir öxlum.
„Sú stund kemur jafnan í þess-
um leikjum mínum,“ segir De-
mara, „þegar mér finnst ég vera
kominn of langt. Ég hef eignast
vini, sem trúa á mig, og þá fer
ég að fá áhyggjur af því hvað
þeir muni hugsa, ef upp um mig
kemst.“ Þessi stund kom í Chi-
cago þegar Demara átti kost á
því að taka prestsvígslu. „Ég
hefði ekkert kosið heldur,“ seg-
ir hann nú. „Mér fannst þá ég
hafa trúarlega köllun. En ég gat
ekki haldið áfram nema segja
frá öllu saman. Ég kaus því
þann kostinn að hverfa.“
Næst finnum við hann ári
seinna sem kennara í sálfræði
við Gannonháskólann í Panama
og fer ekki fleiri sögum af hon-
um þar. í Los Angeles segist
hann hafa verið þjónn á spítala
Jóhannesarreglunnar. Þaðan fór
hann norður til Washingtonrík-
is. Sem dr. French fékk hann
þar kennarastöðu í sálfræði við
St. Martin’s háskólann. Þegar
ég spyr hann hvort hann hafi
ekki verið neitt smeykur að taka
að sér að kenna háskólastúdent-
um sálfræði, verður hann undr-
andi: „Hversvegna ? Ég bjó mig
bara undir kennslustundirnar.
Bezta aðferðin til að læra eitt-
hvað er að kenna það.“
1 Washington fannst Demara
hann vera öruggur í fyrsta skipti
síðan hann yfirgaf flotann. Hann
ákvað að setjast þar að. Hann
var vinsæll í háskóianum og
eignaðist vini meðal áhrifa-
manna þar. En Adam var ekki
lengi í paradís. Dag nokkurn
kom lögreglustjórinn í háskól-
ann með skipun um að taka De-
mara fastan sem strokumann úr
flotanum. Hann var dæmdur í
átján mánaða betrunarhúss-
vinnu. Þegar hann hafði afplán-
að dóminn, hélt hann heim til
foreldra sinna í Lawrence til að
hugsa málið. Hann átti mikið
safn af háskólaskýrslum, og eft-
ir að hafa athugað þær nákvæm-
lega, ákvað hann að taka sér
nafn Cecils Hamann, líffræðings
við Asbury háskólann í Kentuc-
ky, sem hafði meistara- og dok-
torsgráðu frá Purdue. Hann afl-
aði sér upplýsinga um náms- og
starfsferil Hamanns frá háskól-
um sem hann hafði numið og
starfað við, og gekk jafnvel svo
langt, að afla sér fæðingarvott-
orðs frá fæðingarbæ hans.
Undir nafni Hamanns innrit-
aðist Demara í kvölddeild laga-
deildar háskólans í Boston og
fékk atvinnu sem hjálparmaður
við spítala. Eftir eins árs náni
fannst Demara hann vera bú-
inn að læra nóg í lögum. Það
hafði aldrei verið ætlun hans
að gerast lögfræðingur. „Ég
vildi bara kynna mér dálítið
hegningarlögin og málarekstur,"
segir Demara. Hann fór frá
7*