Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 30

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 30
28 ÍTRVAL ið samband við Palestínu. Það eru ra,unverulega áttatíu ár síð- an fullljóst varð, að frásögn biblíunnar um syndaflóðið er komin frá babýloníumönnum. Árið 1872 fannst áletruð tafla með hinu ævaforna babýlonska söguljóði rnn hetjuna Gílgames, og leynir sér ekki skyldleiki þess við frásögn biblíunnar af syndaflóðinu. I ljóðinu segir frá því að Gílgames leitar ó- dauðleikans og kemur loks á flakki sínu til forföður síns Um-napistím, sem hefur losnað úr viðjum aldurs og dauða og lifir við „mynni fljótanna“. Iiann segir Gílgames frá því hvernig hann hafi aflað sér ó- dauðleikans. Eitt sinn höfðu guðirnir ákveðið að eyðileggja borgina Sjúrippak með flóði, en guðinn Ea vildi bjarga ljúf- lingi sínum Úm-napistím og blés honum í brjóst þeirri hugsun, að byggja sér stórt skip og þétta það með biki. Með dag- legum fórnum til guðanna tókst honum að leiða athygli þeirra frá byggingu skipsins og ljúka henni án vitundar þeirra. Síð- an tók hann um borð með sér fjölskyldu sína og vandamenn, marga handverskmenn, margs- kyns frætegundir, mikinn f jölda dýra og allar eigur sínar í gulli og silfri. Svo kemur óskaplegt þrumuregn, sem drekkir öllum mönnum á jörðinni og knýr jafnvel guðina til að leita hæl- is í hæsta himni. En skip Úm- napistíms flýtur og strandar að lokum á fjallstindi langt í norðri. Úm-napistím sendir út dúfu, en hún finnur hvergi hvílustað fæti sínum og kemur aftur. Þá sendir hún út svölu, og hún kemur einnig jafnnær. Loks sendir hann út hrafn, sem sér að landið er risið úr vatn- inu og finnur svo mikið af hræjum að kroppa, að hann kemur ekki aftur. Úm-napistím stígur þá af skipinu með allt fylgdarlið sitt og fórnar stórri fórn; guðirnir dragast að ilm- inum og safnast eins og flugur kringum Úm-napistím. Ea tekst að fá guðina til að samþykkja þá ákvörðun að framkalla aldrei framar slíkt flóð, og líf- ið byrjar að nýju. Líkingin með Gílgameskviðu og frásögn biblíunnar af nóa- flóði er svo augljós, að hún get- ur ekki verið tilviljun. Og á því getur ekki leikið neinn vafi, að það eru gyðingar sem feng- ið hafa goðsögnina frá babý- loníumönnum, því að á hinu flata láglendi Mesópótamíu, einkum suður við persneska flóann, hafa flóð verið tíð, og í þessu landi milli fljótanna miklu kunnu menn frá ævafornu fari að byggja skip. Þótt slík flóð hafi að sjálfsögðu verið staðbundin, hefur ímyndunar- afl fólksins getað miklað þau fyrir sér og síðar meir skapað goðsögnina. Við uppgröft borgarinnar Úr sunnarlega í ríki babýloníu- manna fann fornleifafræðing-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.