Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 19
STADDUR Á NORÐURPÓLNUM
17
mér þó, að á nokkurra tíma
göngu hafði ég farið frá vest-
ur hveli jarðar yfir á austur-
hvelið og hafði með mælingum
sannprófað stöðu mína á hvirf-
ilpunkti jarðarinnar.
Það var erfitt að gera sér
grein fyrir því, að fyrstu míl-
ur þessarar stuttu ferðar höfð-
um við gengið í norður, en síð-
ustu mílurnar í suður án þess
að breyta um stefnu. Erfitt er
að ímynda sér ljósara dæmi um
það, hve allt er afstætt.
Á bakaleið okkar sóttu á
mig hugleiðingar, sem ég hygg
að telja megi einstæðar. Aust-
ur, vestur og norður var okkur
með öllu horfið. Aðeins eins
höfuðátt var eftir: suður. Hér
var eilífur sunnanvindur, úr
hvaða átt sem hann blés. Hér
var einn dagur og nótt heilt ár,
hundrað slíkir dagar og nætur
ein öld. Hefðum við verið á
þessum stað hina sex mánaða
löngu vetrarnótt norðurheim-
skautsins, þá hefðum við séð
allar stjörnur norðurhvelsins
fara hring sinn um himinhvolf-
ið alltaf í sömu hæð yfir sjón-
deildarhringinn með pólstjörn-
una sem næst í hvirfilstað.
Á ferð okkar heim til bæki-
stöðvarinnar hafði sólin haldið
áfram hringferð sinni rétt yfir
sjóndeildarhringnum. Klukkan
sex um morguninn 7. apríl vor-
um við aftur komnir til Jesup-
bækistöðvarinnar og þar gerði
ég enn nokkrar staðarákvarðan-
ir. Þær gáfu til kynna að við
Robert E. Peary, sem fyrstur
manna komst til Norðurpólsins,
fæddist í Pennsylvaníu 1856. Hann
lauk verkfræðinámi 21 árs og fékk
inngöngu sem verkfræðingur í ame-
ríska flotann nokkrum árum seinna.
Á árunum 1884—88 vann hann að
áætlun um skipaskurð gegnum Nic-
aragua í Miðameríku. Á þessum ár-
um varð til hjá honum sá ásetning-
ur, sem upp frá því mótaði allt líf
hans: að verða fyrstur manna til
Norðurpólsins. — Fyrstu norðurferð
sína fór Peary árið 1886 til Disco-
flóa á vesturströnd Grænlands. Það-
an ferðaðist hann um 100 mílur inn
í landið. Árið 1891—92 fór hann
annan leiðangur til Grænlands við
áttunda mann og var kona hans með
í förinni. Frá vetrarbækistöð sinni
við Inglefieldflóa á norðvestur strönd
Grænlands fór Peary ásamt norð-
manninum Eyvind Astrup 1300 km.
leið meðfram norðurmörkum inn-
landsíssins allt til norðausturstrand-
arinnar og sannaði með því að Græn-
land væri eyja.
Peary hélt áfram norðurferðum
sínum og veðurfræðilegum og þjóð-
fræðilegum athugunum næstu árin,
fór fjórar ferðir næstu 10 árin, og
með hverri ferð komst hann nær
markinu. Árið 1906 komst hann norð-
ur á 87,5° n. br., 200 mílur frá
pólnum. 1 leiðangrinum 1908—09
náði hann hinu langþráða takmarki
og lýsir hann lokastund þess sigurs
í kafla þeim sem hér birtist. Með
þessu afreki auðnaðist honum að bera
fram til sigurs meira en fjögra alda
baráttu margra hinna djörfustu
landkönnuða heimsins til að stiga
fæti á nyrzta depil heimsins, baráttu
sem lcostað hafði suma þeirra lífið.
Árið 1911 veitti bandaríkjaþing
honum viðurkenningu fyrir afrek sin
með því að veita honum lausn úr
flotanum með titli varaaðmíráls.
Peary var síðustu ár ævinnar mjög
áhugasamur um flugmál og hafði
mikla trú á framtíð þeirra. Hann
dó 1920.
3