Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 32
líraumar geta sagt okkur ýmislegt
merkilegt xrm okkur sjálf.
Grein úr „Cosmopolitan",
eftir Robert W. Marks.
ALLA menn dreymir. Suma
dreymir skýrari drauma en
aðra. Sumir muna drauma sína
í minnstu smáatriðum; aðrir
vakna aðeins með óljóst hugboð
um að þá hafi verið að dreyma,
Samt hafa allir draumar sína
merkingu, og geta gefið mikil-
vægar upplýsingar, ef þeir eru
rétt skýrðir. Þetta er álit nú-
tímasálfræðinga, og þeir eru
einnig sammála um nol-ikrar
meginreglur í draumaskýring-
um.
Það sem mestu máli skiptir
í draumi, er atburðurinn sem
skeður, afstaða draumamanns-
ins til hans og hvernig hann
endurspeglar raunverulegt á-
stand í lífi draumamannsins.
Rannsóknir hafa sýnt, að
margir draumar hafa sameigin-
lega merkingu, sem er jafnalgild
og fyrirboðar kvefs. Hér á eftir
verða raktir nokkrir draumar,
sem hafa að meira eða minna
leyti sömu merkingu hjá öllum
draumamönnum. Ef þig dreym-
ir svona drauma, geturðu með
hjálp eftirfarandi skýringa gert
þér allljósa grein f j'rir merkingu
þeirra.
Fhígdraumav.
,,Ég stend fyrir framan hús
og er að tala við hóp manna,
Enginn gefur neinn gaum að
því, sem ég er að segja. Allt í
einu finnst mér ég geta flogið.
Ég hoppa upp í loftið og halla
mér áfram eins og ég sé að
steypa mér til sunds. Ég svíf
áfrarn í loftinu, eins og ég hafði
búizt við. Ég fetti rnig í bakið
og stíg hærra. Ég finn að ég get
flogið hvert sem ég vil, aðeins
með bví að beina höfðinu í þá
átt sem ég vil fara. Ég ákveð
að fliúga til ungfrú H. og sýna
henni þessa nýju gáfu mína.“
Samkvæmt skýringum sviss-
neska sálfræðingsins Carls Jung
tákna flugdraumar tilraun til
að sigrast á erfiðleikum í lífinu.
Flugið táknar sigur yfir þeim
öflum, sem halda okkur n iðri,
erfiðleikum sem toga í okkur
eins og aðdráttaraflið.
f þessum draumi táknuðu á-
heyrendurnir það fólk, sem
draumamaðurinn umgengst dag-
lega. Það tók ekki eins mikið
tillit til hans og hann vildi; það
tók hann ekki alvarlega. Löng-
um draumamannsins var að