Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 76
74
ÚRVAL
með hinu ríka ímyndunarafli
sínu.
Eru staðreyndir vísindanna
raunverulega svona litlausar ?
Sannleiksmyndin sem þau skapa
hefur vissulega orðið furðulegri
með hverju árinu. Er hægt að
hugsa sér nokkuð furðulegra
en þá skoðun okkar á gerð efn-
isins, að eindir þess séu að
mestu leyti tórnt rúm, þrátt fyr-
ir viðnámshörku þess? Vísind-
in eru heimur hinna ótrúleg-
ustu sanninda. Og ef við höf-
um komizt að raun um sann-
leiksgildi þeirra, þá eigum við
það að þakka hugmyndaríkri
dirfsku manna, sem voru reiðu-
búnir að ganga í berhögg við
skilningarvit sín, allt frá Gali-
leo til Einstein.
Þið sjáið, að ég, og þeir ungu
vísindamenn sem hugsa eins og
ég, við drögum ekki markalínu
milli hugmyndaflugs innan vís-
indanna og utan þeirra. Hinn
skapandi hugur starfar eins
hvort sem hráefni hans er stað-
reynd eða tilfinning; hvort
sem hann glímir við vísindi,
sagnfræði eða skáldskap. Hann
ber tvö skýr einkenni: hann á
ekki til neitt umburðarlyndi
gagnvart fordómum okkar. Öll
mikil andans verk, allt frá Des-
cartes til James Joyce, hafa í
fyrstu ögrað siðvenjum samtíð-
arinnar og síðan umskapað
þær. Og um leið gefa þau
reynslu okkar nýtt samhengi.
Imyndunaraflið skapar þekk-
ingarhluta, sem fram að þeim
tíma virtust ekki vera í nein-
um tengslum hver við annan.
I þessum skilningi hefur hið
vísindalega ímyndunarafl verið
í geyfeilegum sköpunarham
undanfarin 50 ár. Dag nokkurn
í byrjun þessarar aldar tók
þýzkur eðlisfræðingur ungan
son sinn með sér í gönguferð;
í þessari gönguferð sagði hann,
nánast við sjálfan sig, að til-
raunir sínar væru óskýranlegar,
nema ef orkan væri af sömu
gerð og efnið. Þessi hugmynd
olli þeirri byltingu í eðlisfræði,
sem enn er að gerast. Fimm árum
síðar kollvarpaði Einstein hinn
ungi öllum viðurkenndum hug-
myndum um tíma og rúm. Það
ár uppgötvuðu þrír menn að
nýju grundvallarlögmál erfða-
fræðinnar, hver í sínu lagi og
án þess að vita hver um annan.
Japanskur vísindamaður var
kvöld eitt á ferð með strætis-
vagni í London þegar hann
fékk allt í einu skilning á því
hvernig atómin hljóta að vera
tengd saman. Hin hárnákvæmu
efnaskipti líkamans, vaxtar-
lögmál hans, samspil hvatanna
í manninum og samfélaginu,
rökvísi hins ófyrirsjáanlega —
allt hið mikla flóð nýrra upp-
götvana á þessari öld hefur
tekið náttúruna í sundur og sett
hana saman að nýju. Þær eru
hin sýnilegu fingraför hins
skapandi hugar, sem er að
koma nýrri skipan á reynslu
okkar og hvessa ímyndunarafl
okkar til nýrra átaka. Er til