Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 114
112
tfRVAL,
Nýjung
í útrýmingu skordýra.
tír „Scientific American".
1 Ameríku er fluga, sem þar
er kölluð „screw-worm fly“. Hún
er skyld maðkaflugunni. Hún
verpir oft eggjum sínum í sár
eða vit húsdýra og veldur kvik-
fjárræktendum miklu tjóni. Ein
fluga verpir 300 eggjum. En
kvenflugan eðlar sig aðeins einu
sinni á ævinni. Þessa staðreynd
hefur vísindamönnum hug-
kvæmzt að notfæra sér við út-
rýmingu flugunnar.
Þeim datt í hug, að ef nógu
margar kvenflugur væru knúð-
ar til að eðla sig með ófrjóum
karlflugum mætti stemma fjölg-
im þeirra að ósi: egg þeirra
yrðu þá ófrjó. Vísindamenn við
Meindýravarnastofnun Banda-
ríkjanna hafa því byrjað stór-
fellda flugnarækt í rannsóknar-
stofum sínum. Flugumar verða
gerðar ófrjóar með röntgen-
geislum og síðan verður þeim
dreift í miljónatali úr flugvél-
um yfir Flórída, en þar hafa
„screw-worm“ flugur frá aust-
urhluta Bandaríkjanna vetur-
setu. Vísindamennirnir ætla, að
unnt verði að framleiða svo
mikið af ófrjóum karlflugum,
að þær verði 5 til 10 falt fleiri
en villtar karlflugur. Með því
móti munu aðeins ein af hverj-
um 5 til 10 kvenflugum verpa
frjóum eggjum. Talið er að á
tveim ámm verði þannig hægt
að gereyða flugunni austan
Mississippi. Vonlítið er talið að
unnt verði að útrýma flugun-
um með þessu móti vestan
Mississippi. Til þess eru þær
orðnar of rótgrónar og út-
breiddar þar.
Meindýravarnastofmmin er
nú að búa sig undir að prófa
þessa hugmynd á eyju undan
vesturströnd Flórída.
TTTf VA T Ritstjóri: Gísli Ólafsson, Leifsgötu 16. Af-
%J IX. V Li greiðsla Tjarnargötu 4, pósthólf 365, Reykjavík.
Kemur út sex sinnum á ári. Verð kr. 10.00 hvert hefti i lausasölu.
Áskriftarverð 52 kr. árgangurinn, sem greiðist fyrirfram. Áskrifend-
ur i Reykjavík geta hringt í síma 1174 og beðið um að greiðslan
verði sótt til sín. Utanáskrift tímaritsins er: Urval, pósthólf 365,
Reykjavík.
tTTGEFANDI: STEINDÓRSPRENT H.F.