Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 102

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 102
100 ÚRVAL snögglega og stóð á fætur til að blanda í glasið. „Ég verð að segja, að þetta slys mitt varð mér til ánægju," sagði hún. „Þessar tvær stundir hafa verið mjög skemmtilegar. Við verðum ao endur- taka skemmtunina." „Ekkert væri mér kærara,“ sagði ég af þeirri dirfsku sem vínið hafði gefið mér. „Hvað segirðu urn morg- undaginn um sama leyti?“ „Ágætt,“ sagði hún og hellti í glasið mitt. „Þetta hefur verið sér- stök ánægja fyrir okkur Nicole. Við hittum svo fáa. Nicole vinnur og ég les mikið." Skömmu seinna sagði hún: „Þú hlýtur að hafa tekið eftir að ég horfði mikið á þig í bílnum á leiðinni heim." „Já, ég tók eftir því.“ „Það var af sérstakri ástæðu. Mér fannst þú minna mig svo mikið á pabba. Eg hef aldrei tekið eftir því fyrr, enda get ég varla sagt ég hafi þekkt þig, og þegar þú varst yngri voru andlitsdrættirnir mýkri. Nú eru þeir orðnir skarpari og við það hefurðu líkzt honum ótrúlega mik- ið.“ Einhver innri rödd sagði mér að nú væri bezt fyrir mig að fara. Allt sem skeð hafði var svo óvænt, svo gerólíkt því sem ég hafði gert mér í hugarlund á leiðinni í bílnum. Mér fannst allt í einu sem við værum gamlir vinir, að við bærum hlýjar tilfinningar hvort tii annars, en hversvegna vissi eg ekki; af þeirri varkárni sem stjórnað hafði öllu lífi mínu hugsaði ég að ef til vill væri þetta allt tilkomið fyrir áhrif víns- ins, sem ég hafði drukkið, og að bezt væri að losna við áhrif þess áður en lengra væri haldið. Ég stóð upp og sagði: „Þetta hefur verið mjög ánægjuleg stund. Ef ég er vel kominn á morgun þá kem ég.“ Mary hló. „Auðvitað ertu veíkom- inn!“ „Bien sur,“ sagði Nicole. Ég ók af stað, ennþá sem í leiðslu, í vitund þess að eitthvað mikilvægt hefði gerzt, þó að mér væri ekki vel ljóst hvað það var. Eg fór ekki heim. Ég kærði mig ekki um að hitta Enid, bæði af því að ég var nógu ör af víni til þess að orðaskipti okkar gætu leitt til rifrildis, og eins af hinu að ég t'lldi koma lagi á hugsanir mínar. Ég ók því út með ánni og lét kvöldgoluna leika um mig. Brátt fannst mér vím- an horfin og ég fór að hugleiða það sem skeð hafði. Ég veit ekki hvort ég var ástfang- inn af Mary á þessari stundu eða ekki. Vissulega var ég gripinn sterkri, holdlegri þrá, og sú uppgötvun mín, að Mary væri allt öðruvísi en ég hafði haldið, kom mér mjög á óvart. Það var ekki svo að skilja að hún hefði fleygt sér í fang mér, en ég vissi að ef ég vildi gæti ég fengið að njóta hennar, og ég vissi líka að það var það sem hún vildi, og að hún vissi að mér var kunnugt um þennan fúsleik hennar. Hvorki orð né hreyfing hafði fallið er túlka mætti sem boð, og þó vissum við bæði ailan hug hvors annars. Þeir sem orðið hafa ástfangnir á miðj- um aldri skilja hvað ég á við. Það var komið fram jrfir miðnætti þegar ég kom heim. Eg ók bílnum inn í skúr og Enid hlýtur að hafa heyrt mig loka skúrhurðinni, en hún lét ekki sjá sig. Mér stóð á sama. Á leiðinni heim hafði ég tekið ákvörð- un. Ég vissi að milli min og Enid var nú öllu lokið. Við gætum talað kurteislega hvort við annað vegna barnanna, en umfram það mundum við ekki einu sinni ræðast við. Um morguninn borðaði Enid með mér morgunverðinn eins ogvenjulega. Hún virtist sérstaklega glaðleg og ræðin og venju fremur áhugasöm um fyrirhugaða breytingu á dagstof- unni. „Skemmtirðu þér vel í gær- kvöldi ?“ spurði hún. „Já," sagði ég og bætti við kæru- leysislega: „Við fórum nokkrir sam- an til Williamsport í kylfuknattleik." Hún hellti aftur í boilann hjá mér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.