Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 27
Sænskur fræðimaður varpar Ijósi
sögiilcgs skilnings á hina æva-
fomu frásögn biblíunnar.
fíver er sannleikurinn um syndafióðið?
Úr „Hörde Ni“,
eftir H. S. Nyberg.
FRÁSÖGN biblíunnar af
syndaflóðinu er okkur öllura
í barnsminni, og vísur Bellmans
um Gamla Nóa hafa fest okkur
í minni nafnið á hetju þeirrar
sögu. Frásögnin er, eins og við
mmium, í stórum dráttum á
þessa leið:
Eftir syndafallið fjölgaði
mönnunum á jörðinni mjög ört
en að sama skapi magnaðist
illska þeirra og syndsemi, og
þá iðraðist Jahve þess að hann
hafði skapað þá og ákvað að
afmá þá af jörðinni. En Nói
fann náð fyrir augum Jahve og
taldist verðugur þess að gerast
forfaðir nýs og betra mann-
kyns. Jahve skipaði því Nóa að
gera sér örk af góferviði, 300
álna langa, 50 álna breiða og
30 álnir á hæð og bræða hana
biki að utan og innan og hólfa
hana í smáhýsi. Þak skyldi
hann gera á hana og glugga og
dyr á hlið hennar. JStlim guðs
var sem sé að láta flóð koma
yfir jörðina og tortíma öllu
holdi sem lífsandi var í, en örk-
in skyldi bjarga Nóa og fjöl-
skyldu hans og þeim dýrum sem
þurfti til að byggja jörðina að
nýju.
Nói var 600 ára þegar lokið
var smíði arkarinnar, og á
seytjánda degi í öðrum mánuði
þess árs gekk Nói í örkina
ásamt konu sinni og þrem son-
um og konum þeirra og á eftir
komu dýrin, sjö af hvoru kyni
þeirra sem hrein voru og eitt
af hvoru kyni þeirra sem óhrein
voru — einnig þeirra hafði guð
minnzt, þau átti ekki að vanta
í hinn nýja heim. Seinni ætt-
liðir hafa ekki þreytzt á því að
útrnála hve þetta tiltæki Nóa
hljóti að hafa vakið mikinn að-
hlátur syndugra samtíðar-
manna: hann byggir geysimik-
inn farkost uppi á þurru landi,
til hvers veit enginn, því að
spádómamir um flóðið hljóta
að vera helber vitleysa. Var
ekki jörðin jafnþurr og föst
undir fótum og hún hafði ætíð
verið? — Og svo þessi skringi-
lega halarófa dýra sem streymdi
inn í örkina, en lestina rekur
karlskröggur með lausa skrúfu
og skyldulið hans! En Nói var
óbifanlegur í trú sinni á drott-
inn, og þegar allir voru komnir
inn, lokaði Jahve hurðinni á
örkinni — og varla var því lok-
ið þegar flóðgáttir himins og