Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 113

Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 113
HR. SMITH 111 ur eins og hún. Eg held ekki það kæmi vitund við hana þó að ég dæi eða yrði drepinn. Fyrst á eftir myndi hún finna til sín. Hún yrði „striðs- ekkja“ eftir mann sem dáið hafði á einhvern hátt fyrir land sitt. Et' efnahagskerfi landsins hrynur ekki í rúst, getur hún haldið bílnum sín- um, kæliskápnum, húsinu og öllu sem þvx fylgir. Hún getur sent börn- in í háskóla, væntanlega til þess að þau sói þar fjórum árum ævi sinnar og komi þaðan jafninnantóm og ó- menntuð og við Enid komum einni kynslóð fyrr. Hugsanlegt væri, að hún giftist aftur manni sem vænt- anlega yrði ekki eins sérvitur og undarlegur og ég var, manni, sem félli betur inn í lífsmynd hennar, manni, sem aldrei hafði þorað að líta hlutlægum augum d sjálfan sig, konu sína eða heiminn sem hann lifði í. Það er tvíræð og margslungin kald- hæðni í því sigurhrósi sem fyllir hug minn, þegar ég les bréfin frá Enid. Hún hefur aldrei skilið, að einmitt á þeirri stundu þegar ég kom aftur til hennar, missti hún mig fyrir fullt og allt. Það skipti ekki máli hvort við bjuggum í sama húsi eða hálf jörðin skildi okkur að, eins og núna. Hún hafði misst mig. Ég býst við að það séu fleiri en ég sem sloppið hafa á þennan hátt, þótt ég. hafi einn orðið til þess að skrá það á blað. * 1 gærkveldi kom liðþjálfinn aftur ti.1 að fá sér slag. Ég held ég muni sakna hans. Frá honum geislar ein- hver dýrsleg hlýja eða þróttur, sem með einhverju móti seytiar inn i mann þegar maður hefur verið í ná- vist hans um skeið. Þó mun ég fyrst og fremst sakna hans að ég held af því að við erum vinir. Eg hugsa xun hann sem vin, jafnvel þegar ég er að reyna að gera mér grein fyrir hvers vegna hann sé það .... ef til vill betri vin en nokkurn annan sem ég hef átt. Hversvegna? Ef til vill af þvi að við spyrjum ekki hvorn ann- an um hugsanir og tilgang hvors annars, af því að hvor uin sig gef- ur hinum það sem hann vill og Iief- ur þörf fyrir. Liðþjálfinn vann öll spilin og fór burtu í sjöunda himni. Eg heyrði hann flauta í tunglskininu á leiðinni yfir sandinn til kofans. Nú þegar ég er aftur setztur við ritvélargarminn minn, finn ég að ég hef eiginlega ekkert meira að skrifa. Ég sit hér og fálma við stafina á leturborðinu, altekinn einhverri und- arlegri tómleikatilfinningu. Ef til vill kemur hún af því að ég hef ekki meira að segja. Ég hef gengið í gégn- um hreinsunareldinn, og er nú hreinn af öllu, en jafnframt tómur. Fótfrái, rauði refurinn hleypur yfir .... Það er einhver að skjóta. Senni- lega Hómer, þetta göfuga eintak „vanhirtrar" stéttar .... Ég verð að fara að athuga hvað gengur á. * Ath.: Þannig endar handritið, og það er kannski eins góður endir og hver annar. Aðeins skal bent á, að það kann að felast eitthvað táknrænt í því, að miðstéttarmaðurinn „Mr. Smith", með öllum takmörkunum sinum, veikleika og vonum, skyldi falla fyrir hendi Hómers, „hins ván- hirta". •k 'k ~k
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.