Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 61
MERKILEGIR EIGINLEIKAR MÁLMA
59
væri skynsamlegra að nota það
meira í þágu iðnaðarins heldur
en sem skrautmálm eins og nú
er gert.
Tungsten, sem lýsir svo skært
af í ljósaperum, er erfiðara að
bræða en nokkurn annan málm.
Til þess þarf 3370° hita á C.,
sem er helmingur hitans á yfir-
borði sólar.
Auðbræddasti málmurinn er
að sjálfsögðu kvikasilfur, sem
verður fljótandi (eða frýs) við
38° á C. Þetta á þó aðeins
við um hreina málma. Ef við
blöndum saman við kvikasilfur
ögn af thallium, sem líkist blýi,
helzt blandan fljótandi allt nið-
ur í -r 54°. En ef við blöndum
thallium saman við blý, hœkk-
ar bræðslumark blýsins.
Thallium er raunar lífshættu-
legt. Mörg sambönd þess eru
eitruð og líkjast í því efni sum-
um arseniksamböndum.
Tellurium er málmur, sem
hefur mjög óskemmtilega eig-
inleika. Þeir sem vinna með
hann verða óþægilega andramm-
ir og yfirleitt slæm lykt af
þeim. En hann er bráðnauðsyn-
legur saman við ryðfrítt stál til
þess að auðveldara verði að
skera það. Eru ýmsar varúðar-
ráðstafanir viðhafðar til að
vernda verkamennina fyrh'
þessum óþægilegu áhrifum.
Loftræsting þarf t. d. að vera
mjög góð.
Af framansögðu er ljóst, að
margir furðulegustu eiginleik-
ar málma birtast ekki í þeim
hreinum, heldur í blöndum
þeirra. Málmblöndur fá ekki
aðeins eiginleika sem eru mitt
á milli eða sambland af eigin-
leikum foreldranna. Þær geta
öðlast algerlega nýja og óvænta
eiginleika, líkt og þegar töfra-
maður setur silkiklút í hatt og
tekur síðan upp úr honum kan-
ínu!
Tökum til dæmis bræðslu-
markið. Af málmunum blý, tin,
cadmium og bismuth hefur tin-
ið lægst bræðslumark — aðeins
232°. En blanda af þessum fjór-
um málmum getur haft bræðslu-
mark 65°. Þesskonar blöndur
eru notaðar sem tappar í sjálf-
virk slökkvitæki. Tappinn bráðn-
ar undir eins og nokkuð hitnar
af eldi.
Indium hefur bræðslumarkið
159°. Blanda af indium og bis-
muth bráðnar við 46°, eða lít-
ið meira en líkamshita. Þess-
vegna hefur verið stungið upp
á því að sú blanda yrði notuð
í stað gibs til að taka mót af
lifandi mönnum.
Indium er ágætt til kveik-
ingar því að það festist við
næstum allt. Hægt er að þrýsta
saman tveim indiummolum með
höndunum og samlagast þeir
þá svo algjörlega að ekki er
unnt að ná þeim í sundur nema
með því að skera þá. Vegna
hins lága bræðslumarks indi-
ums er hægt að nota það í stað-
inn fyrir vax við afsteypur í
iðnaði. Slíkar afsteypur eru
þannig gerðar, að vaxmót er