Úrval - 01.04.1952, Blaðsíða 38
Greinarhöímidur, sem er skrifstofu-
stjóri í landbúnaðarráðuneyti Sví-
þjóðar, iýsir lieimsókn sinni í —
Samyrkjuþorp í ísrael
Grein úr „Hörde Ni“,
eftir Torvald Akesson.
E'G ÆTLA að biðja ykkur að
1 koma með mér í ferðalag
til lands sem er í sköpun, þar
sem býr ung þjóð, óbundin af
hefð og gömlum fordómum.
Land þetta er ísrael. Ég kom
þangað í byrjun október til að
kynna mér skipulag bæja. Það
var hlýtt og fagurt veður, eins
og á hásumardegi hér heima í
Svíþjóð, þegar flugvélin lenti í
Lydda, rétt fyrir utan Tel
Aviv.
Ég varð að gera mér að góðu
að deila herbergi með öðrum í
Tel Aviv. En ég var heppinn
með herbergisfélaga. Hann var
amerískur gyðingur, Auram að
nafni, og hafði komið til ísrael
fyrir hálfu ári til að vinna á
samyrkjubúi. Eins og margir
aðrir hafði hann orðið þreyttur
á hinum eilífu kynþáttafordóm-
um, sem birtust í ótal myndum,
jafnvel eins og þessari: „Ert þú
gyðingur? Reiðstu mér ekki, en
þaS getur maður ekki séð á
þér.“ Eins og margir aðrir hafði
hann furðað sig á því að það
skyldi talinn galli á manni að
vera gyðinglegur í útliti. Og svo
ákvað hann að binda endi á
byrjandi listamannsferil „þar
vestra“ og byrja nýtt líf í
ísrael.
Við Auram ræddum mikið um
hiná nýju lífshætti í samyrkju-
þorpunum, um muninn á því að
lifa eins og vesturevrópumaður
og ameríkumaður, eða eins og
hann, að varpa fyrir borð öllum
fordómum og byggja líf sitt á
nýjum grundvallarreglum og
nýju mati á verðmætum. Þessar
samræður urðu mér góður und-
irbúningur áður en ég kynntist
af eigin reynd lífinu í sam-
yrkjuþorpi. Sjálfur hafði hann
ásamt nokkur hundruð ungum
ameríkumönnum stofnsett nýtt
þorp í Norðurgalíleu, sem heitir
Sasa.
Næsta dag fór ég að skoða
mig um í Tel Aviv. Borgin tel-
ur um 300.000 íbúa og teygir sig
meðfram strönd Miðjarðarhafs-
ins, sem næstum sleikti grunn
gistihússins sem ég bjó í. Öll
ströndin er ein geysimikil bað-
strönd sem morar af sólbrúnu
fólki. Inni í borginni er umferð-
in óskapleg, lífshættuleg að því
er mér fannst. Ég lagði leið
mína suðureftir, til Jaffa sem