Úrval - 01.04.1952, Side 38

Úrval - 01.04.1952, Side 38
Greinarhöímidur, sem er skrifstofu- stjóri í landbúnaðarráðuneyti Sví- þjóðar, iýsir lieimsókn sinni í — Samyrkjuþorp í ísrael Grein úr „Hörde Ni“, eftir Torvald Akesson. E'G ÆTLA að biðja ykkur að 1 koma með mér í ferðalag til lands sem er í sköpun, þar sem býr ung þjóð, óbundin af hefð og gömlum fordómum. Land þetta er ísrael. Ég kom þangað í byrjun október til að kynna mér skipulag bæja. Það var hlýtt og fagurt veður, eins og á hásumardegi hér heima í Svíþjóð, þegar flugvélin lenti í Lydda, rétt fyrir utan Tel Aviv. Ég varð að gera mér að góðu að deila herbergi með öðrum í Tel Aviv. En ég var heppinn með herbergisfélaga. Hann var amerískur gyðingur, Auram að nafni, og hafði komið til ísrael fyrir hálfu ári til að vinna á samyrkjubúi. Eins og margir aðrir hafði hann orðið þreyttur á hinum eilífu kynþáttafordóm- um, sem birtust í ótal myndum, jafnvel eins og þessari: „Ert þú gyðingur? Reiðstu mér ekki, en þaS getur maður ekki séð á þér.“ Eins og margir aðrir hafði hann furðað sig á því að það skyldi talinn galli á manni að vera gyðinglegur í útliti. Og svo ákvað hann að binda endi á byrjandi listamannsferil „þar vestra“ og byrja nýtt líf í ísrael. Við Auram ræddum mikið um hiná nýju lífshætti í samyrkju- þorpunum, um muninn á því að lifa eins og vesturevrópumaður og ameríkumaður, eða eins og hann, að varpa fyrir borð öllum fordómum og byggja líf sitt á nýjum grundvallarreglum og nýju mati á verðmætum. Þessar samræður urðu mér góður und- irbúningur áður en ég kynntist af eigin reynd lífinu í sam- yrkjuþorpi. Sjálfur hafði hann ásamt nokkur hundruð ungum ameríkumönnum stofnsett nýtt þorp í Norðurgalíleu, sem heitir Sasa. Næsta dag fór ég að skoða mig um í Tel Aviv. Borgin tel- ur um 300.000 íbúa og teygir sig meðfram strönd Miðjarðarhafs- ins, sem næstum sleikti grunn gistihússins sem ég bjó í. Öll ströndin er ein geysimikil bað- strönd sem morar af sólbrúnu fólki. Inni í borginni er umferð- in óskapleg, lífshættuleg að því er mér fannst. Ég lagði leið mína suðureftir, til Jaffa sem
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.